Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. júlí 2023

Björgunarsveitir komu tveimur ferðamönnum til aðstoðar nálægt gosinu á Reykjanesskaga í nótt. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum er vongóður um hægt verði hleypa fólki gosstöðunum í dag.

Samningur um útflutning á úkraínsku korni er úr sögunni, segja stjórnvöld í Kreml, nema kröfur Rússa verði uppfylltar. Tveir létust í árás á rússnesku Krímskagabrúna í morgun.

Spáð er ofsahita víða í Evrópu og Norður- Ameríku á næstu dögum og eru rauðar veðurviðvaranir í gildi í mörgum löndum. Íslendingur í Róm hefur snúið sólarhringnum við og athafnar sig á næturnar, sem þó eru mjög heitar.

Stefnt er á innan þriggja ára verði öll skemmtiferðaskip sem leggjast bryggju í Reykjavík tengd við rafmagn.

Rjúpnatalningar í vor sýndu litlar breytingar á stofnstærð rjúpunnar frá í fyrra. Enn er óljóst hvaða áhrif kuldahret í sumar hafði á viðkomu rjúpunnar og þá um leið á stærð veiðistofnsins í haust.

Ástralskan sjómann rak stefnulaust um Kyrrahafið í tvo mánuði áður en honum var bjargað í gær. Félagsskapur sem maðurinn hafði af hundi sínum er talinn hafa bjargað lífi hans.

Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í fótbolta, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Lille frá FC Kaupmannahöfn. Söluverðið er sagt vera rúmlega tveir og hálfur milljarður íslenskra króna.

Frumflutt

17. júlí 2023

Aðgengilegt til

16. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,