Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. júlí 2023

Varaforseti Kirkjuþings gagnrýnir ríkið fyrir hafa ekki sinnt skyldu sinni þegar þjóðkirkjulögum var breytt árið 2020. Staða biskups er óljós vegna breytinganna.

Mælingar íslenskra vísindamanna á hafinu milli Grænlands og Skotlands hafa ekki gefið til kynna viðlíka hlýnun og spáð er í nýrri vísindagrein um verulega kólnun í norðanverðu Atlantshafi á þessari öld. Það þó ekki þar með sagt það muni ekki gerast í framtíðinni.

Væntingar eru um verðlækkanir á smásölumarkaði matvöru þegar líður á árið. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu Festi. Verð á lambakjöti mun þó hækka umtalsvert.

Herinn í Níger hefur rænt völdum í landinu. Lýðræðislega kjörinn forseti er í haldi. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsir yfir stuðningi við forsetann.

Breska lögreglan segir andlát söngkonunnar Sinéad O'Connor hafi ekki borið með saknæmum hætti. Hún lést á heimili sínu í Lundúnum í gær, 56 ára aldri.

Sonur Bandaríkjaforseta lýsti sig óvænt saklausan fyrir dómstól í Delaware í gær en búist var samkomulag um vægari refsingu gegn játningu yrði samþykkt. Hunter Biden er ákærður fyrir skatta- og vopnalagabrot.

Un áttahundruð Danir eru strandaglópar á Norður-Ítalíu eftir mannskætt óveður í vikunni, en rútur ferja hluta þeirra heim í dag. Dönsk kona sem þarf skilja hjólhýsi sitt eftir segist aldrei hafa lent í viðlíka fárviðri.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee eru í eldlínunni á HM í sundi sem stendur yfir í Japan. Anton Sveinn synti í undanúrslitum 200 metra bringusunds núna í hádeginu og tryggði sig ekki einungis áfram í úrslitin á morgun heldur líka inn á Ólympíuleikana á næsta ári.

Frumflutt

27. júlí 2023

Aðgengilegt til

26. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,