Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. júní 2023

Umhverfisráðherra tekur undir með loftslagsráði stefna stjórnvalda þurfi vera skýrari ætli Ísland markmiðum sínum í loftslagsmálum. Hann segir brýnt virkja meira. Samstarf við atvinnulífið lykilatriði.

Nýjar rannsóknir á riðuveiki í sauðfé hafa leitt í ljós fleiri arfgerðir sem veita mótstöðu gegn riðu en áður var vitað. Eftir sauðburð í vor eru til nærri eittþúsund lömb með viðurkennda arfgerð gegn riðu.

Mikil kergja er við Hvalfjörð vegna ákvörðunar matvælaráðherra banna hvalveiðar. Ráðherra hefur boðað komu sína á íbúafund á Akranesi í kvöld.

Aukinn kraftur hefur verið settur í leitina kafbátnum Titan úti fyrir Nýfundnalandi. Fjórir dagar eru síðan hann týndist með fimm manns innanborðs og súrefnisbirgðir bátsins eru líklega á þrotum.

Framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir löng bið eftir greiningu á kæfisvefni eigi eftir lengjast, því ekki fáist fjármagn frá Sjúkratryggingum til halda rannsóknum áfram á Akureyri.

Eldri borgarar á Egilsstöðum og fólk komið af léttasta skeiði ákvað finna sína eigin lausn á húsnæðisskorti í bænum. Hópurinn stofnaði byggingarfélag og í dag verður tekin fyrsta skóflustunga stærðar blokk, með 24 íbúðum.

Frumflutt

22. júní 2023

Aðgengilegt til

21. júní 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,