Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. maí 2023

Reglugerð um blóðmerahald brýtur í bága við tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins mati ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem sendi íslenskum stjórnvöldum formlega áminningu í morgun.

Kópavogsbær ætlar rifta samningi við ítalskt verktakafyrirtæki um uppbyggingu Kársnesskóla, stærstu fjárfestingu bæjarins. Bæjarstjóri segist ekki láta bjóða sér upp á vinnubrögð verktakans.

Repúblikanar eru fáorðir um dóminn yfir Donald Trump sem í gær var dæmdur til greiða fimm milljónir dala í bætur - fyrir ærumeiðingar og kynferðisbrot.

Umhverfisráðherra hyggst endurskoða skattkerfið í kringum virkjanir til sveitarfélög fái af þeim auknar tekjur. Væri það eins og í Noregi fengju þau margfalt meira.

Láglaunahópar urðu verst úti í uppsögnum hjá Árborg í síðasta mánuði segir formaður stéttarfélagsins Bárunnar. Hún skorar á sveitarfélagið draga uppsagnir til baka.

Mörg dæmi eru um fatlað fólk bíði eftir húsnæði frá sveitarfélögum í áraraðir og fái litlar sem engar upplýsingar um stöðu sína. Þroskahjálp segir óvissan þungbær.

Fuglaflensa hefur greinst á landinu á ný. Matvælastofnun rannsakar hugsanlega útbreiðslu, en tilkynningum um veika og dauða fugla hefur fjölgað.

KA varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla í blaki í sjöunda sinn. Þá jafnaði Valur metin gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi úrvalsdeildar karla í körfubolta.

Frumflutt

10. maí 2023

Aðgengilegt til

9. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,