Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. júlí 2023

Nýja hraunið hefur sameinast hrauninu sem rann í Meradalagosinu í fyrra. Þetta segir verkfræðingur hjá Eflu. Vísindamenn unnu langt fram á nótt við Litla-Hrút í gær. Nýtt gasmælitæki gefur betri mynd af gosinu.

Slökkvistarf heldur áfram á gosstöðvunum fram eftir kvöldi. Slökkvilið Grindavíkur nýtur liðsinnis Brunavarna Suðurnesja og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikil mengun stafar af gróðureldum í nánd við gosið.

Fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands segir brýnt bæta vöktun á umbrotasvæðinu til frambúðar.

Strandveiðimenn ekki úthlutað meiri aflaheimildum og geta því ekki haldið áfram veiðum. Matvælaráðherra segir fyrirkomulagið snúið og það veki gremju á hverju ári.

Hiti hefur víða farið yfir fjörutíu stig í suðvesturhluta Bandaríkjanna síðustu daga. Veðurviðvaranir til 115 milljóna íbúa. Ferðamenn flykkjast í Dauðadal í Kaliforníu, þar sem hitinn fer reglulega yfir fimmtíu stig.

Leikarar í stórmyndinni Oppenheimer gengu út af frumsýningu myndarinnar í gær þegar verkfall um hundrað og sextíu þúsund leikara hófst. Þeir krefjast þess laun verði hækkuð og gervigreind komi ekki í þeirra stað.

Vindur og væta eru í kortunum um mest allt land um helgina. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir veðrið verði skást á Suðurlandi. Vind lægir þegar líður á helgina.

Ísland mætir Finnlandi í vináttulandsleik kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Finnar hafa ekki spilað hér á landi síðan 1983.

Frumflutt

14. júlí 2023

Aðgengilegt til

13. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,