Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 07. júní 2023

Sameinuðu þjóðirnar telja eyðilegging Kakhovka-stíflunnar mögulega mesta tjónið á borgaralegum innviðum í Úkraínu frá innrás Rússa. Þorp og bæir eru umflotnir og hundruð þúsunda eru inlyksa án neysluvatns.

Fjármálastöðugleikanefnd hvetur lánastofnanir til skoða lánstíma og hugsanlega taka upp jafngreiðsluskilmála hjá þeim sem gætu lent í erfiðleikum með afborganir. Það þýddi fjölgun verðtryggðra lána.

Þingsályktunartillaga forsætisráðherra um hatursorðræðu og frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 verða ekki afgreidd á yfirstandandi þingi. Þetta varð ljóst eftir samið var í gær um þinglok.

Foreldrar leikskólabarna komu saman í morgun og hvöttu BSRB og sveitarfélögin til samningum í kjaradeilu sinni. Mikið ber í milli og aðstoðarríkissáttasemjari telur ekkert tilefni til fundar.

Kostnaður ríkisins af makríldómnum hækkar bara ef ákveðið verður áfrýja niðurstöðunni, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

Líklegt er hafís norðan Hornstranda færist nær landi næstu daga. Þeir sem stunda fiskeldi inni í fjörðum eru hvattir til fylgjast vel með.

Rostungur spókaði sig við Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Sjávarlíffræðingur segir óvenjulegt rostungar komi nærri mannabyggðum og man ekki til þess þeir hafi áður látið sjá sig á höfuðborgarsvæðinu.

Frumflutt

7. júní 2023

Aðgengilegt til

6. júní 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,