Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. ágúst 2023

Matvælaráðherra segir ekki liggi fyrir hvort tímabundið bann við hvalveiðum, sem rennur út í vikunni, verður framlengt. Tillögum og úrbótum um hvalveiðar var skilað til ráðherra í gær. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært tjá sig um mögulega tillögu um vantraust á Svandísi.

Hlaup er hafið í Skaftá og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi. Hratt vex í ánni, segir bóndi í Skaftártungu. Kýrnar séu komnar vatninu og finni sjálfsagt brennisteinslykt.

Áfangaskýrsla Auðlindarinnar okkar um sjálfbæran sjávarútveg er kynnt í hádeginu.

Rússneska ríkið braut á pönksveitinni Pussy Riot, sem ráðist var á í borginni Sotsíj 2014 með svipuhöggum og piparúða. Þetta úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu í morgun.

Til greina kemur Ofanflóðasjóður verji atvinnuhúnæði, auk íbúðarhúsnæðis. Gagnrýnt hefur verið sjóðurinn beri engar skyldur gagnvart fyrirtækjum sem þó greiða í sjóðinn.

Bilun í netkerfi flugumferðarstjórnar Bretlands í gær hefur sett ferðalög þúsunda úr skorðum. Búist er við áframhaldandi röskun í dag þó kerfið komið í lag.

Frumflutt

29. ágúst 2023

Aðgengilegt til

28. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,