Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. ágúst 2023

Forsætisráðherra segir brýnt skýra hvað taki við hjá hælisleitendum sem sviptir hafa verið grunnþjónustu samkvæmt breyttum útlendingalögum. Dómsmálaráðherra segir það ekki aðeins á ábyrgð sveitarfélaganna leysa vandann.

Íslensk stjórnvöld hafa samið við Slóvakíu um kaup á kolefniseiningum. Ísland losaði meira af gróðurhúsalofttegundum árin 2013 til 2020 en því var heimilt.

Minnst 35 létu lífið, þar á meðal þrjú börn, í sprengingu á bensínstöð í suðurhluta Rússlands í gærkvöld.

Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum verða líklega sameinaðir. Háskólaráðherra segir það gert til efla námið. Skólameistari Hólaskóla fagnar breytingunum.

Lögregla telur hatursorðræða gegn hinsegin fólki hafi aukist. Þar er fámennur hópur sem fær alltof mikla athygli, mati aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Tvö ár eru frá valdatöku Talibana í Afganistan. Athafnafrelsi kvenna hefur verið skert verulega á þeim tíma og síðast var öllum snyrtistofum fyrir konur lokað.

Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitum heimsmeistarmóts kvenna í fótbolta í morgun. Spánn mætir annaðhvort Englandi eða Ástralíu.

Frumflutt

15. ágúst 2023

Aðgengilegt til

14. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,