Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. júlí 2023

Gosmóða frá eldgosinu veldur líklega heilsuspillandi loftmengun á mun stærra svæði en mælar Umhverfisstofnunar gefa til kynna.

Gígbarmurinn við Litla-Hrút hrundi norðanverðu laust fyrir hádegi. Hraunrennsli hefur dregist saman um helming frá því fyrir viku. Það segir þó ekkert til um möguleg goslok, segir jarðvísindamaður.

Björgunarsveitarmaðurinn sem slasaðist við gosstöðvarnar í gær er handleggsbrotinn og skrámaður, en ekki alvarlega slasaður.

Þúsundir ráðvilltra ferðamanna á Rhodos reyna forða sér frá gróðureldum sem víða loga á grísku eyjunum.

Flókin staða er fram undan í spænskum stjórnmálum og langan tíma gæti tekið mynda starfhæfa ríkisstjórn, eftir kosningar í gær.

Hlutabréf í Alvotech hækkuðu rösklega í morgun eftir tilkynnt var um samstarf við bandarískt lyfjafyrirtæki.

Rússar skutu niður tvo dróna yfir höfuðborginni Moskvu í nótt. Brot úr öðrum þeirra féll skammt frá rússneska varnarmálaráðuneytinu.

Það færist í aukana svindlað á erlendu starfsfólki, segir verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ, sem kallar eftir harðari viðurlögum við launaþjófnaði.

Elon Musk, eigandi Twitter, hefur breytt einkennismerki samfélagsmiðilsins og látið bláa fuglinn fjúka.

Þjóðverjar léku á als oddi á heimsmeistaramótinu í fótbolta í morgun þegar þær léku sér Marokkó. Þá er brasilíska liðið mætt leiks með látum.

Frumflutt

24. júlí 2023

Aðgengilegt til

23. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,