Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 03. maí 2023

Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, hittir forsætisráðherra Norðurlanda í Helsinki í dag. Katrín Jakobsdóttir situr ráðherrafundinn og á fund með Zelensky síðdegis.

Fjárhagsstaða og andleg heilsa einstæðra foreldra kemur verst út í nýrri vinnumarkaðskönnunar Vörðunnar, rannsóknarseturs ASÍ og BSRB. Tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með endum saman.

Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir samnýtingu á flugrekstri með Landhelgisgæslunni mögulegan, en Sif ekki rétta vélin í sameiginleg verkefni.

Örvunarbóluefni gegn barnaveiki, kíghósta, mænusótt og stífkrampa er ófáanlegt um allan heim. Lítil hætta er talin á þessir sjúkdómar brjótist út hér á landi.

Flugmenn segja ókyrrð í aðflugi Reykjavíkurflugvallar hafa aukist með tilkomu svokallaðs Valshverfis. Hún muni aukast enn frekar og verða í fleiri vindáttum fái byggð rísa í Skerjafirði.

Hagfræðingur Alþýðusambandsins segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vinni ekki nægilega vel gegn þenslu og verðbólgu og taki ekki á þeim vanda sem er á húsnæðismarkaði.

Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýnir einkaþotuhersingu sem búist er við í tengslum við fyrirhugaðan leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík.

Ísland fellur um þrjú sæti á lista Blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum.

Skurður vegna riðu í Miðfirði kemur niður á kjötframleiðslu sem hefur dregist saman innanlands síðustu ár.

Frumflutt

3. maí 2023

Aðgengilegt til

2. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,