Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 04. ágúst 2023

Þykkur reykjarmökkur liggur yfir gosstöðvunum við Litla-Hrút. Enn mælist gosórói en jarðeðlisfræðingur segir gosið líklega í dauðateygjunum.

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalny býst við fangelsisdómur yfir honum verði lengdur um næstum tuttugu ár í dag. Hann afplánar þegar níu ára dóm fyrir meint fjársvik.

Lögregla víða um land er með aukinn viðbúnað vegna umferðarinnar um verslunarmannahelgina. Hún hefur mestar áhyggjur af ölvunarakstri og ógætilegum framúrakstri.

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir breytingar á gjaldskrá leikskóla hafa verið illa kynntar. Leikskólastjóri í bænum segir breytinguna spennandi og geti jafnvel orðið til þess fleiri velji styttri dagvistun.

Rússar segjast hafa hrundið árás hafdróna Úkraínumanna á flotastöð rússneska hersins við Svartahaf í nótt. Einn dróninn virðist hins vegar hafa hæft skotmark sitt, samkvæmt myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum í morgun.

Hundruð þúsunda fornminja eru í hættu vegna loftslagsbreytinga, ágangs sjávar og náttúruvár. Forstöðumaður Minjastofnunar segir brýnt skrásetja þær og kveður stóra hluta Íslandssögunnar geta glatast verði ekki brugðist hratt við.

Blendin viðbrögð hafa verið meðal veiðimanna vegna tilllögu umhverfisráðherra um sölubann á grágæs. Formaður Skotveiðifélags Íslands segir sölubannið skynsamlegt.

Meðalhiti yfirborðs sjávar á heimsvísu mældist 20,96 gráður á mánudag og hefur aldrei mælst hærri. Sífellt hækkandi hiti sjávar stefnir lífríki víða í hættu.

Frumflutt

4. ágúst 2023

Aðgengilegt til

3. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,