Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 08. maí 2023

Veiðar á langreyðum hér við land eru ekki í samræmi við markmið laga um velferð dýra. Þetta kemur fram í skýrslu Matvælastofnunar sem hafði yfirumsjón með eftirliti með hvalveiðum við Ísland.

Rússar gerðu árásir á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Þeir hafa hert hernaðaraðgerðir í Bakhmut í von um þar yfirráðum áður en Rússlandsforseti ávarpar landa sína á "Sigurdeginum" á morgun.

Lögmaður hefur verið kærður fyrir hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns. Hann er sagður hafa ítrekað átt óviðeigandi samskipti við skjólstæðinga.

Umboðsmaður Alþingis krefst skýrari svara frá fjármálaráðherra við spurningum um söluna á Íslandsbanka.

Íslensk erfðagreining byrjar strax í vor raðgreina erfðaefni í lömbum sem vænst er beri verndandi arfgerð gegn riðu. Sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins segir gangi samstarfið eftir veiti það von og bjartsýni á framtíðina í baráttunni við riðu.

Erdogan Tyrklandsforseti kallaði andstæðing sinn í forsetakosningunum þar í landi fyllibyttu á fjöldafundi í gær.

Samfés vill starf félagsmiðstöðva verði lögbundið svo verja megi starfið fyrir niðurskurði. Félagsmiðstöðvar gegni lykilhlutverki þegar kemur ofbeldismenningu og skipti afar miklu máli í lífi unglinga.

Frumflutt

8. maí 2023

Aðgengilegt til

7. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,