Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. júlí 2023

Formaður leigjendasamtakanna lýsir yfir vonbrigðum með tillögur starfshóps innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda.

Tillögurnar stuðli hærra leiguverði og verri stöðu fólks á leigumarkaði. Ekki eru lagðar fram hugmyndir um leiguþak.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um sex prósent raunvirði síðasta árið. Viðlíka lækkun hefur ekki sést frá tvöþúsund og tíu.

Leiðin gosstöðvunum á Reykjanesskaga var opnuð á í morgun. Þá var einnig opnuð styttri leið frá Vigdísarvöllum. Engin gæsla verður á þeirri leið og lögreglan mælir ekki með henni.

Hundruð réðust inn í sænska sendiráðið í Írak í nótt og kveiktu elda. Stjórnvöld í Írak ætla slíta stjórnmálasambandi við Svíþjóð ef kóranbrennur verða áfram leyfðar í mótmælaskyni. Ein slík mótmæli hófust í Stokkhólmi fyrir klukkustund.

Landeigendur sem ekki stunda búskap eru víða þreyttir á ágangi fjár. Breyttir samfélagshættir í sveitum landsins eru áskorun, sögn framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Tveir létust í skotárás í nýsjálensku borginni Auckland í morgun, þar sem HM kvenna í knattspyrnu er nýhafið.

Frumflutt

20. júlí 2023

Aðgengilegt til

19. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,