Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. maí 2023

Leiðtogar ríkja Evrópuráðsins hafa setið á fundum í Hörpu síðan í morgun þar sem málefnastarf er á dagskrá. Þessum síðari fundardegi leiðtoganna lýkur með fréttamannafundi síðdegs.

Forsætisráðherra segist skynja mikla samstöðu með Úkraínu. Nær allir leiðtogar á fundinum hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um tjónaskrá vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Skráin er hryggjarstykkið í væntanlegri niðurstöðu fundarins. Prófessor í stjórnmálafræði segir Íslendingar geti verið stoltir af skipulagningunni.

Upplýsingarvefur ISAVIA niðri í morgun vegna netárása hóps sem er hliðhollur Rússum. Forstöðumaður netöryggissveitar segir enginn raunverulegur skaði hafi hlotist af.

Götulokanir við Hörpu og í miðborg Reykjavíkur eru enn í gildi. Þar er enn mikil öryggisgæsla og fátt fólk á ferli. Vopnaleit sem tekin var upp í innanlandsflugi hefur gengið vel.

Verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB er lokið í bili en ekkert þokast í samningaviðræðum. Víðtækari aðgerðir hefjast í næstu viku, náist ekki semja.

Þrjú sveitarfélög skora á matvælaráðherra breyta strandveiðikerfinu. Núverandi fyrirkomulag mismuni sjómönnum eftir búsetu.

Nepalskur fjallgöngumaður kleif Everest-fjall í 27. skiptið í dag og endurheimti þar heimsmet sitt í ferðum upp fjallið.

Það ræðst í kvöld og á morgun hvaða lið fylgja Þór frá Akureyri í 8-liða úrslit bikarkeppni karla í fótbolta.

Frumflutt

17. maí 2023

Aðgengilegt til

16. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,