Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 05. júní 2023

Víðtæk og ótímabundin verkföll félagsmanna BSRB í tuttugu og níu sveitarfélögum hófust í morgun. Um tvöþúsund og fimmhundruð lögðu niður störf í leikskólum, sundlaugum, höfnum, bæjarskrifstofum og víðar. Sáttasemjari er svartsýnn á deilan leysist í bráð.

Foreldrar sem fréttastofa talaði við í morgun sögðu verkfallið hafa heilmikil àhrif á daglegt líf, þetta væri púsluspil og gengi ekki lengi svona.

Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í morgun til ræða aðgerðir gegn verðbólgu. Ekki liggur fyrir hvenær þær verða kynntar. Formenn flokka á þingi funduðu með forsætisráðherra um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu ráðamanna.

Lögmaður Gráa hersins reiknar með skerðingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins rati fyrir dómstóla. Staðan fyrirsjáanleg enda miklar fjárhæðir í húfi.

Belgísk stjórnvöld rannsaka hvort vopn sem Belgar sendu Úkraínumönnum hafi verið notuð í bardögum innan landamæra Rússlands. Rússar segjast hafa drepið á þriðja hundrað hermenn í austurhluta Úkraínu.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir meirihluta borgarstjórnar fyrir ætla stytta ræðutíma á borgarstjórnarfundum. Hún segir brögðum beitt til þagga niður í borgarfulltrúum.

Miami Heat heldur áfram koma á óvart í NBA-deildinni í körfubolta og jafnaði í nótt metin í úrslitarimmunni gegn Denver Nuggets.

Frumflutt

5. júní 2023

Aðgengilegt til

4. júní 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,