Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 04. maí 2023

Þrír skjálftar yfir fjórum stærð mældust í kröftugri jarðskjálftahrinu í Kötlu í morgun. Fluglitakóði hefur verið færður upp í gult stig.

Rúmlega 500 starfsmenn BSRB á Suður- og Suðvesturlandi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta leggja niður störf síðar í þessum mánuði.

Úkraínuforseti segir nauðsynlegt stofna sérstakan dómstól til þess láta Rússa gjalda fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu. Stjórnvöld í Kreml saka Bandaríkin um hafa skipulagt banatilræði við Vladimír Pútín í gær.

Lyf sem hægir á framvindu Alzheimer-sjúkdómsins lofar góðu, segir íslenskur öldrunarlæknir. Lyfið gæti fengið skráningu hjá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna í lok árs og í Evrópu um mitt næsta ár.

Gengi allra félaga í Kauphöllinni lækkaði í morgun og allar tölur rauðar. Sérfæðingur segir líklegustu skýringuna vera vonbrigði með afkomu Marel.

Veðurfyrirbærið El Ninjo gæti valdið því meðalhiti yfirstandandi árs verði mesti sem mælst hefur. Áhrif El Ninjo við Ísland eru yfirleitt lítil, segir loftslagsfræðingur, nema djúpar lægðir í Atlantshafi verða færri.

Íhaldsflokkurinn gæti tapað þúsund sætum í sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi í dag í fyrstu kosningum frá því Rishi Sunak varð þriðji forsætisráðherra landsins á nokkrum vikum.

Stangveiðimenn búast við betra laxveiðisumri en í fyrra, þegar veiðin var í minna lagi. Veiðileyfi í helstu laxveiðiám landsins eru meira og minna uppseld.

Frumflutt

4. maí 2023

Aðgengilegt til

3. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,