Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 31. maí 2023

Fasteignamat hækkar um tæp tólf prósent á næsta ári. Hækkunin er mun minni en í fyrra vegna kólnunar á fasteignamarkaði um mitt ár. Fasteignamat á atvinnuhúsnæði lækkar raunvirði því það heldur ekki í við verðbólgu.

Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi mótmæltu við bæjarstjórnarskrifstofurnar fyrir hádegið. BSRB félagar á leikskólum í ellefu sveitarfélögum og hafnarstarfsmenn í Þorlákshöfn eru í verkfalli í dag. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara í kvöld.

Stuðningur við samning um skuldaþak Bandaríkjanna er minni en búist var við. Tíminn sem þingið hefur til samþykkja samninginn rennur út innan skamms.

Ríkið hefur ákveðið leita til Hæsta­rétt­ar vegna dóms um laun dómara. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið brotlegt þegar það endurskoðaði launin afturvirkt.

Harðlínumenn í Rússlandi vilja hertar aðgerðir gegn Úkraínumönnum eftir drónaárás á Moskvu í gær. Rússar eru byrjaðir flytja börn frá átakasvæðum.

Suður-Afríka ætlar gera sérstaka undanþágu frá alþjóðlegri handtökuskipun á hendur Pútín Rússlandsforseta, ef ske kynni hann kæmi þangað í opinbera heimsókn í ágúst.

Íslandsmeistarar í handbolta karla verða krýndir í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV og Haukar mætast í hreinum úrslitaleik.

Frumflutt

31. maí 2023

Aðgengilegt til

30. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,