Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. ágúst 2023

Þrjátíu og sex hafa látið lífið í skógareldum á Havaí. Eldarnir kviknuðu í gær og hafa lagt heilu hverfin í rúst.

Enn hækkar í ám og vötnum í suðausturhluta Noregs og rauð flóðaviðvörun er í gildi í Drammen. Fjögur þúsund manns hafa verið flutt brott af flóðasvæðunum.

Alls óvíst er hvað verður um mannsalsfórnalamb sem synjað var um hæli hér á landi og hefur misst allan félagslegan stuðning. Lögmaður hennar segir óljóst hver eigi taka við fólki sem ekki er hægt senda úr landi. Dómsmálaráðuneytið fundaði um málefni þessa fólks í gær.

Töluvert fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári en í fyrra. Ekki sér fyrir endann á húsnæðisvanda umsækjendanna.

Dæmi eru um grunnskólar vísi börnum frá eða sinni ekki menntun þeirra. Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns barna. Umboðsmaður hefur sérstakar áhyggjur af stöðu barna með einhverfu og ADHD.

Pólverjar fjölga hermönnum við landamærin Belarús í tíu þúsund. Stjórnvöld í Póllandi telja hættu stafa frá stjórnvöldum í Belarús sem eru nátengd Rússum.

Innviðaráðherra kveðst skilja íbúar í nágrenni Reykjavíkurflugvallar verði fyrir óþægindum vegna stóraukinnar flugumferðar. Þó ekki hægt færa flugið einfaldlega á annan stað og valda þá öðrum ónæði.

Handritshöfundar í Hollywood hafa verið í verkfalli í hundrað daga. Ekkert hefur þokast í samkomulagsátt.

Búist er við töluverðum fjölda lundapysja í Vestmannaeyjum í ár en ástandið er verra annars staðar á Suðurlandi og á Vesturlandi.

Frumflutt

10. ágúst 2023

Aðgengilegt til

9. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,