Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. ágúst 2023

Byggingafulltrúinn í Hafnarfirði lokaði fyrir nokkru hluta hússins sem brann til grunna í gær, vegna ófullnægjandi brunavarna.

Erlendur maður sem þyrla Landhelgisgæslunnar flutti frá heitri laug í Laugavalladal í gær var úrskurðaður látinn á staðnum. Ekki er talið slys hafi orðið heldur megi rekja andlátið til veikinda.

Hitabeltisstormurinn Hilary gæti valdið lífshættulegum flóðum í Kaliforníu. Aldrei hefur rignt jafn mikið í Los Angeles. Flóð vofa yfir um 25 milljónum Bandaríkjamanna.

Heitavatnslaust verður í Hafnarfirði frá klukkan tíu í kvöld fram á miðvikudagsmorgun. Verið er endurnýja stofnlagnir í bænum. Sundlaugarnar í Hafnarfirði verða lokaðar til hádegis á miðvikudag.

Hjúkrunarfræðingur sem myrti sjö nýfædd börn á Englandi var í morgun dæmd í lífstíðarfangelsi. Hún neitaði hlýða á vitnisburð foreldra barnanna sem hún myrti.

Hafnarsamband Íslands beitir sér fyrir því allar hafnir megi leggja álögur á skemmtiferðaskip sem menga mikið. Faxaflóahafnir sem eru hlutafélaga eru þær einu sem hafa heimild til þess.

Bændur víða um land treysta á milt veður fram á haust. Kuldi, bleyta eða þurrkar gætu spillt korn- og grænmetisuppskeru.

Frumflutt

21. ágúst 2023

Aðgengilegt til

20. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,