Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 07. júlí 2023

Kvika er talin vera á um eins kílómetra dýpi á Reykjanesskaga. Ef hún brýtur sér leið upp á yfirborðið er búist við kröftugra gosi en síðustu tvö ár

Íslenska frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið selt danska fyrirtækinu Coloplast fyrir tæpa 180 milljarða íslenskra króna. Forstjóri Keresic segir starfsemi þess á Ísafirði verði efld.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja efni greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol sláandi. Viðmiðum um gagnsæi og upplýsingagjöf hafi ekki verið fylgt -- og verðmat ráðuneytis hafi verið of lágt.

Mikill hiti er í strandveiðisjómönnum eftir ákvörðun matvælaráðherra í gær bæta ekki við veiðiheimildum. Strandveiðikvótinn klárast óbreyttu í næstu viku.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, mætir á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Vilnius í næstu viku. Þetta staðfesti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í Brussel skömmu fyrir fréttir. Búist er við leiðtogar aðildarríkjanna samþykki yfirlýsingu um inngöngu Úkraínu í NATO.

Veðurhorfur: Norðaustan þrír til tíu metrar í dag, en átta til fimmtán suðaustan til. Víða léttskýjað á vestanverðu landinu, annars skýjað og fer rigna á Suðaustur- og Austurlandi í kvöld. Hiti tólf til tuttugu stig, hlýjast sunnanlands, en svalara fyrir austan. Suðlæg eða breytileg átt þrír til tíu á morgun. Bjart veður norðan heiða, en skýjað með köflum og syðra og dálítil væta suðaustanlands. Hiti fjórtán til tuttugu og tvö stig.

Frumflutt

7. júlí 2023

Aðgengilegt til

6. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,