Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 02. Júní 2023

Ríkisstjórnin hefur til skoðunar hvort takmarka eigi launahækkun æðstu ráðamanna um næstu mánaðamót. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst mótfallinn því vera sífellt krukka í launum æðstu embættismanna ríkisins. Launin séu þó til skoðunar vegna þeirrar kröfu verkalýðshreyfingarinnar, þingmenn og ráðherrar sýni ábyrgð.

Fernur hér á landi eru brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu - ekki endurunnar eins og haldið hefur verið fram. Sorpa segir umbúðir utan um mjólk og safa í raun dauðadæmdar til endurvinnslu.

Faðir stúlku sem var beitt kynferðislegu ofbeldi í sumarbúðum fyrir fatlaðra, fagnar skýrslu sem staðfestir starfsfólk hafi brugðist með því spilla vettvangi og senda geranda af vettvangi.

Fólk vill fara mæta aftur til vinnu og það styttist í markið segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, um kjaradeilu BSRB og sveitarfélaganna.

Hlutabréf hækkuðu á mörkuðum vestanhafs í morgun eftir báðar deildir Bandaríkjaþings samþykktu hækkun á skuldaþaki í gærkvöldi.

Rússar saka Úkraínumenn um hafa skotið á bíl í Belgorod-héraði þar sem tvær létust og tveir særðust alvarlega. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir hundrað þúsund Rússar hafi fallið á síðustu sex mánuðum.

Vegagerðin hefur til skoðunar koma fyrir rörum undir veginum yfir Hellisheiði til veita gufu undan honum. Jarðhitinn hefur hækkað síðustu vikur.

Ekkert lát er á hitabylgjunni á Austurlandi og hiti fór yfir tuttugu stig í morgun. Íslendingar eru ekki farnir hópast á tjaldstæðin en erlendir ferðamenn stoppa lengur og njóta blíðunnar.

Frumflutt

2. júní 2023

Aðgengilegt til

1. júní 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,