Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 05. maí 2023

Umhverfisráðherra segir það hafa komið sér á óvart sala upprunavottorða raforku héðan úr landi hafi verið stöðvuð í vikunni. Hann hyggst taka málið fyrir í ríkisstjórn, en grunur leikur á um vottorð héðan hafi verið tvítalin.

Leiðtogi Wagner-skæruliðasveita Rússa sendir varnarmálaráðherra landsins og yfirmanni hersins tóninn og hótar yfirgefa borgina Bakhmut í næstu viku vegna þess sveitir hans séu verða uppiskroppa með vopn.

Bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á ungu konunni sem lést á Selfossi í síðustu viku liggja fyrir. Lögreglan á Suðurlandi hyggst funda með fjölskyldu hennar síðar í dag.

Forseti Serbíu ætlar herða eftirlit með skotvopnum í landinu eftir maður skaut átta til bana í gær. Þetta er annað fjöldamorðið á jafn mörgum dögum.

Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við Kötlu síðan í gær. Óhætt er talið fljúga yfir eldstöðina en óvissustig almannavarna er enn í gildi.

Vanskil á íbúðalánum hafa ekki aukist, þrátt fyrir hækkandi stýrivexti. Bankastjóri Arion banka segir samkeppni á íbúðalánamarkaði muni tryggja góð kjör fyrir viðskiptavini.

Forstöðumaður félagsþjónustu hjá Akureyrarbæ segir sárt hugsa til þess fjölda íbúða sem standi auðar í bænum, á meðan erfiðlega gangi finna íbúðir fyrir flóttafólk frá Úkraínu.

Spár um hrakfarir Íhaldsflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi virðast ætla ganga eftir.

Úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í handbolta hófst nýju í gærkvöldi eftir tveggja vikna landsleikjahlé. Mikill fögnuður braust svo út í Napoli eftir fótboltalið borgarinnar varð ítalskur meistari í fyrsta sinn í 33 ár.

Frumflutt

5. maí 2023

Aðgengilegt til

4. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,