Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10 júlí 2023

Litlar upplýsingar fást um tildrög flugslyss sem varð á Austurlandi í gær þar sem þrjú létust. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Austurlandi fara með rannsókn. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun.

Víða sjá áhrif stærsta skjálftans í hrinunni á Reykjanesskaga, sem varð í gærkvöldi. Grjóthrun og sprungur sem hafa opnast. Hraunkvikan er um 480 metra undir yfirborði.

Hjón úr Hafnarfirði sáu sprungu opnast beint fyrir framan bílinn sinn við Keili þegar stóri skjálftinn reið yfir.

Viðkvæmt fólk á Bifröst, Varmalandi og nágrenni gæti þurft sjóða neysluvatn næsta sólarhringinn í varúðarskyni. Grugg jókst í Grábrókarveitu eftir stærsta jarðskjálftann í gærkvöld.

Forseti Tyrklands segist tilbúinn samþykkja aðild Svía Atlantshafsbandalaginu, ef Evrópusambandið tekur aftur upp viðræður um aðild Tyrkja ESB. Leiðtogafundur NATO hefst í Litáen á morgun.

Bandaríkjaforseti gagnrýnir öfgafulla ráðherra í Ísrael og segir þá hluta af vanda á hernumdum svæðum. Mótmælt verður í Ísrael á morgun verði frumvarp samþykkt á þinginu í dag, sem takmarkar áhrif dómstóla.

Yfir þrjú hundruð flóttamenn á leið frá Senegal til Kanaríeyja eru horfnir. Spænskar björgunarsveitir eru við leit bátunum suður af Kanaríeyjum.

Frumflutt

10. júlí 2023

Aðgengilegt til

9. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,