Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 31. júlí 2023

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa hert árásir í Úkraínu eftir drónaárásir á Mosvku í gær. Fjögur hið minnsta létust í árás á heimaborg Úkraínuforseta, þar á meðal tíu ára stúlka.

Orðræðan um Úkraínustríðið er breytast í Rússlandi og handtökur færast í aukana, segir Jón Ólafsson sérfræðingur í málefnum Rússlands. Árinu 2023 líkt við 1937 þegar hreinsanirnar miklu stóðu sem hæst.

Slökkvilið náði tökum á gróðureldunum á Reykjanesskaga seint í gærkvöld. Gosið við Litla-Hrút er sennilega fjara út.

Skráðar gistinætur í júní hafa aldrei verið fleiri en nú, nærri ein komma tvær milljónir.

Framkvæmdir við stækkun bílastæðis í Landmannalaugum hefjast á næstu vikum. Skipulagsstofnun telur í stað þess byggja á óröskuðu svæði væri réttara byggja upp núverandi þjónustusvæði. Oddviti Rangárþings ytra segir ekki ástæða til endurskoða staðsetningu fyrirhugaðra framkvæmda.

Forstjóra Heilsuverndar þykja tafirnar sem hafa orðið á framkvæmdum vegna myglu á Hjúkrunarheimilinu Hlíð óásættanlegar. Ástandið hafi valdið tekjutapi og álagi á heilbrigðiskerfið.

Stjórnvöld í Danmörku vilja banna kóranbrennur við erlend sendiráð, en vita ekki hvernig þau ætla fara því. Stjórarandstöðuflokkar gagnrýna þessi áfrom harðlega.

Harry Potter dagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Á þeim degi er afmæli skáldsagnapersónunnar Harry Potter fagnað, en hann er 43 ára í dag.

Frumflutt

31. júlí 2023

Aðgengilegt til

30. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,