Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 08. júní 2023

Ríkisstjórnarflokkarnir eru klofnir í afstöðu til hvort halda eigi áfram stuðningi við Úkraínu í formi tollfrjálsra viðskipta með landbúnaðarvörur. Utanríkisráðherra lýsti yfir vonbrigðum með stöðu málsins í morgun

Tvö börn og einn fullorðinn eru í lífshættu eftir maður réðst á hóp þriggja ára barna leik í frönsku Ölpunum. Forseti Frakklands sagði árásina vera heigulsverk og þingið hafði mínútulanga þögn eftir fréttir bárust af henni.

Formaður BSRB segir fjöldi sveitarfélaga hafi verið uppvís verkfallsbrotum. Sveitarfélögunum verði stefnt fyrir Félagsdóm láti þau ekki af þessum aðgerðum.

Aðildarríki Evrópusambandsins gætu borgað sig frá því taka á móti flóttafólki, samkvæmt tillögu sem dómsmálaráðherrar ESB ríkjanna ræða á fundi í Luxemborg.

Albönskum karlmanni og fimmtán ára frænku hans var vísað úr landi í gær, á þeim forsendum dvalarleyfisumsókn mannsins hefði verið synjað. Lögmaður mannsins segir umsóknina enn í vinnslu. Maðurinn hefur búið hér í fjölmörg ár.

Breiðablik og Stjarnan gerðu jafntefli í lokaleik 7. umferðar Bestudeildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi. Valur er því með þriggja stiga forskot á Breiðablik og Þrótt á toppi deildarinnar.

Frumflutt

8. júní 2023

Aðgengilegt til

7. júní 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,