Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. maí 2023

Allar verkfallsboðanir BSRB voru samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Félagar í tuttugu og níu sveitarfélögum áforma skæruverkföll næstu mánuði.

Maður féll í gær fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi og lést. Björgunarsveitir þurftu fara sjóleiðina til komast á slysstað vegna erfiðra aðstæðna.

Sífellt fleiri leita til sorgarmiðstöðvar vegna skyndilegs fráfalls fólks í fíknivanda. Það segir Stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar, stór hlut þeirra séu börn sem misst hafa foreldri.

Fjórtán eru látin í flóðum á Ítalíu og enn er leitað fólki í mestu rigningum á Norður-Ítalíu í heila öld.

Bændum í Miðfirði hefur verið gefinn frestur til 19. júní til láta aflífa sem talið er gæti verið smitað af riðuveiki. Matvælaráðherra segist bjartsýn á málið leysist án afskipta ráðuneytisins.

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti mætti óvænt á leiðtogafund Arabaríkjanna í Jeddah í morgun. Líklegt er hann haldi þaðan til Hirosima á leiðtogafund G-7 ríkjanna.

Leikstjóri hjá leikhópnum Perlunni gagnrýnir akstursþjónustu fatlaðra og segir leikarar með fötlun séu ítrekað skildir einir eftir eða sóttir á röngum tíma.

Frumflutt

19. maí 2023

Aðgengilegt til

18. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,