Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. júní 2023

Íslendingar hafa misst tökin í útlendingamálum, kostnaður er farin algjörlega uppúr þakinu og það er óásættanlegt. Þetta segir formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í morgun.

Mikill vandi er í uppsiglingu á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands sem erfitt verður vinda ofan af segir forstjóri hennar. Bið eftir þjónustu getur verið allt tvö ár.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti forseta Kína á fundi í morgun. Ráðamenn ríkjanna ræddu um alþjóðamál, samvinnu og stöðugleika í samskiptum.

Vatn hefur streymt í Hálslón sem aldrei fyrr í miklum hitum á Austurlandi. Vatnsyfirborðið er sjö metrum hærra en það hafði mest mælst áður á þessum árstíma.

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr axlarlið daginn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta í gær en spilaði í gegnum sársaukann og var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar.

Frumflutt

19. júní 2023

Aðgengilegt til

18. júní 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,