Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. júlí 2023

Virkni eldgossins við Litla-Hrút er svipuð og í gær. Fólksfjöldi er við gosstöðvarnar, mikinn reyk leggur frá gosinu og frá gróðureldum við hraunbrúnina. Lungnalæknir segir hætt við reykeitrun.

Sjö fengu aðstoð björgunarsveita við gosstöðvarnar í nótt. Lögreglan segir umferð mikil og kvartar yfir ökumenn leggi bílum sínum á Suðurstrandarvegi í stað sérmerktra bílastæða.

Niðurstaða leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins varðandi Úkraínu er varða á leiðinni til fullrar aðildar, segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra. Forseti Úkrainu segir óskandi hefði verið formlegt boð um aðild.

Strandveiðar stöðvast frá og með deginum í dag. Þeim hefur aldrei lokið jafn snemma. Formaður Landssambands smábátaeigenda segir ástandið slæmt.

Innan við þrjátíu metangasbílar hafa verið nýskráðir á síðustu tveimur árum. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir notkun metangass minnka hratt.

Fransk-tékkneski verðlaunarithöfundurinn Milan Kundera er látinn. Merkur rithöfundur en hlýr maður, sem fór sínar eigin leiðir, segir vinur hans, sem þýddi verk hans á íslensku.

Frumflutt

12. júlí 2023

Aðgengilegt til

11. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,