Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 02. ágúst 2023

Donald Trump segir nýjasta ákæran á hendur honum afskipti af forsetakosningum á næsta ári, og kallar hana ofsóknir. Hann er sakaður um hafa gert tilraun til grafa undan lýðræðinu eftir forsetakosningar 2020.

Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir lög um alþjóðlega vernd séu vel úr garði gerð, þrátt fyrir mál konu sem flúði mansal og var hafnað um vernd hér á landi.

Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað um tíu prósent undanfarnar vikur -- eftir ítrekaðar árásir Rússa á hafnarmannvirki í vesturhluta Úkraínu, þaðan sem korn er flutt. Kornsíló og vöruhús í hafnarborg við landamæri Úkraínu og Rúmeníu urðu fyrir árás í morgun.

Tvær þyrlur lentu inni á hættusvæðinu við Litla-Hrút í gærkvöld. Lögreglan hefur málið til athugunar.

Ferðamálastjóri segir kominn tíma á uppbyggingu innviða við Landmannalaugar. Vanda þurfi til verka því staðurinn nokkurs konar drottning suðurhluta landsins.

Skátahöfðinginn á Íslandi segir fara vel um þá 140 íslensku skáta sem staddir eru á alheimsmóti í Suður-Kóreu. Fjöldi skáta hefur örmagnast þar í miklum hitum.

Frumflutt

2. ágúst 2023

Aðgengilegt til

1. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,