Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 03. ágúst 2023

Leikskólagjöld í Kópavogi verða þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu þegar gjaldskrá tekur gildi í september. Dagvistun verður þó gjaldfrjáls undir sex tímum. Ólga er meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi vegna breytinganna.

Búist er við hundruð lögreglumanna standi vörð um dómshúsið í Washington, þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kemur fyrir rétt þar í kvöld.

Ráðherra ferðamála segir óásættanlegt veitingahús bjóði eingöngu upp á matseðla á ensku. Hún boðar vitundarvakningu um stöðu íslenskunnar í ferðaþjónustunni -- hún eigi alltaf vera í fyrsta sæti.

Lagning jarðstrengja hjá Rarik hefur tafist eftir úrskurð kærunefndar útboðsmála. Nefndin telur líkur á útboðsreglum hafi ekki verið fylgt.

Eftir þrjú gos á jafnmörgum árum segir prófessor í jarðeðlisfræði erfitt sjá hvort framhald verði á goshrinunni. Eitt ár er í dag frá því gos hófst í Merardölum.

Þýskar herþotur verða við æfingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Markmið æfinganna er kanna aðstæður við strendur Íslands.

Minjar frá landnámi gætu fundist hér á landi þegar jöklar hopa. Dæmi eru um söfn hafi verið stofnsett í kringum minjar sem finnast undir jöklum þegar þeir bráðna.

Frumflutt

3. ágúst 2023

Aðgengilegt til

2. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,