Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 09. ágúst 2023

Neyðarástand ríkir við vatnsaflsvirkjun í austur Noregi og verið er flytja fólk í burtu. Vatn í lóninu hækkar og flæðir yfir stíflu þar sem lúgur virkjunarinnar virka ekki. Til skoðunar er sprengja eina lúguna til lækka þrýstinginn. Óveðrið Hans geisar enn í Noregi og Svíþjóð.

Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir mögulegt gjaldskrárhækkanir í Kópavogi valdi því foreldrar í viðkvæmri stöðu sniðgangi leikskóla og hafi börn sín heima. Stofnunin minnir á sveitarfélögum beri lagaleg skylda til meta áhrif slíkra ákvarðana á mismunandi hópa.

Óvenju kynferðisbrot hafa verið tilkynnt lögreglu eftir verslunarmannahelgina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum þakkar það ötulu starfi í gegnum árin en talskona Stígamóta varar við lesa of mikið í kærur helgarinnar.

Tugir flóttamanna fórust þegar bátur strandaði úti fyrir ítölsku eyjunni Lampedusa. Teymisstjóri í málefnum flóttafólks segir bátar séu oft í slæmu ástandi og yfirfullir af fólki.

Kertum verður fleytt víða um land til minnast fórnarlamba kjarnorkuárása á Hiroshima og Nagasaki árið 1945. Þjóðfræðingur segir áhrifa árásanna gæti enn í japanskri menningu.

Flokkun heimilissorps vefst fyrir sumum eftir nýtt flokkunarkerfi var innleitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum í vor. Við lítum við á tunnulager Reykjavíkurborgar í Gufunesi í fréttatímanum.

Frumflutt

9. ágúst 2023

Aðgengilegt til

8. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,