Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 27. júlí 2022

Stjórnvöld eru grandalaus gagnvart vaxandi verðbólgu og minnkandi kaupmætti, segir formaður VR. Samtökin hafi varað við þessari stöðu lengi. Hörð átök blasi við á vinnumarkaði í haust.

Mikið hefur rignt á sunnanverðu landinu og búist við áframhaldi á því undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli fram á kvöld. Viðbúið er þar hækki talsvert í ám.

Viðbragðsáætlanir frá eldgosinu í Holuhrauni gætu komið gagni ef Askja byrjar gjósa. Þetta segir yfirlögregluþjónn almannavarna. Land hefur risið um 35 sentímetra síðan í haust og grannt er fylgst með gangi mála.

minnsta kosti fimm létust og yfir hundrað slösuðust í kröftugum jarðskjálfta á Filippseyjum í dag. Upptökin voru um þrjú hundruð kílómetra norðan við höfuðborgina Manila þar sem hann fannst vel.

Makrílveiðin hefur glæðst mikið undanfarið en það getur tekið á þriðja sólarhring sækja aflann í Síldarsmuguna. Mikið annríki er í vinnslunni í landi og sums staðar verður unnið alla verslunarmannahelgina.

Yfirgnæfandi líkur eru á kórónuveiran eigi upptök sín á matarmarkaðnum í Wuhan í Kína og ekkert bendir til þess hún komi af rannsóknarstofu. Þetta er niðurstaða tveggja rannsókna sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í gær.

Sigursælasta kvennalandslið Evrópu, Þýskaland, mætir Frakklandi í seinni undanúrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. Þá skýrist hvort liðið mætir Englandi í úrslitaleiknum.

Birt

27. júlí 2022

Aðgengilegt til

27. júlí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.