Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 6. nóvember 2021

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar landspítala, óttast allur áhugi um úrbætur á spítalanum hverfi þegar covid líður hjá. Það sýni reynslan því reglulega hafi komið upp heimsfaraldrar síðustu tvo áratugi.

96 greindust með veiruna í gær og sífellt fjölgar Covid-sjúklingum á spítalanum. Við ræðum við forstjóra Landspítalans í fréttatímanum.

Meira en níutíu manns létust og hundrað slösuðust þegar olíutankur bíls sprakk á fjölförnum gatnamótum í Sierra Leone í kjölfar áreksturs.

Minnst átta eru látnir eftir mikinn troðning á tónleikahátíð í Houston í Texas í gærkvöld. Hátíðin átti standa alla helgina en henni hefur verið aflýst.

Varðskipið Freyja leggst bryggju í heimahöfn á Siglufirði klukkan hálf tvö í dag.

Það snjóaði töluvert á sunnanverðu landinu í nótt og í morgun og ofankoman olli töfum á Keflavíkurflugvelli. Búist er við stormi syðst í dag og það eru umhleypingar fram undan.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir komst í undanúrslit í 200 metra skriðsundi á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug. Anton Sveinn McKee hefur lokið keppni á EM.

Birt

6. nóv. 2021

Aðgengilegt til

4. feb. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.