Síðdegisútvarpið

Dagur bókarinnar, netvarnaræfing, bólusetningar og molta

Í tilkynningu frá Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins er fólk sem hygg­ur á ferðalög hvatt til fara yfir bólu­setn­ing­ar sín­ar og barn­anna sinna hvort sem farið er á fram­andi slóðir eða stefnt í stutta ferð til ná­granna­land­anna. En hvernig nálgast fólk þessar upplýsingar og hvernig veit fólk hvaða áfangastaðir það eru það sem mikilvægast er skoða þessi mál ? Ingibjörg Rós Kjartansdóttir fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður á línunni

Hjá Sorpu verður fagnað á sumardaginn fyrsta en þá lítur fyrsta uppskeran af næringarríkri moltu ljós og fólki boðið taka með sér moltu þeim kostnaðarlausu. Þetta verður á opnu húsi í GAJU. Gunnar Dofri Ólafsson samskitpastjóri Sorpu kemur til okkar á eftir og segir okkur frá deginum og því hvernig gengið hefur búa til mikilvæga næringu úr því sem til hefur fallið úr eldhúsum höfuðborgarbúa.

Flestir hafa heyrt talað um smálán, sem ófáir hafa lent í vandræðum með. En skyndilán eru stærri flokkur og fleiri eru lenda í vanda vegna þeirra. Þetta er umfjöllunarefni í síðasta Kveiksþætti vetrarins sem er á dagsrká í Kvöld - Kristín Sigurðardóttir og Ingólfur Bjarni koma til okkar úr Kveiksteyminu og segja frá.

Í dag er alþjóðlegur dagur bókarinnar og merkilegt nokk er Halldór Laxness fæddur á þessum degi árið 1902 og enn meiri sagnfræði bæði Shakespeare og Cervantes létust á þessum degi. Og það sem meira er tilnefningar til Gullrýtingsins hafa verið kynntar en það eru virtustu glæpasagnaverðlaun Bretlands sem the Crime Writers‘ Association stendur að. Ein þeirra tilnefndu er Yrsa Sigurðardóttir en hún er tilnefnd fyrir Bráðina en bók hlaut Blóðdropann sem besta íslenska glæpasagan árið 2020. Þetta er sjálfstæð glæpasaga sem gerist austur í Lónsöræfum og á Stokksnesi og segir frá fólki sem fer í ferð inn í óbyggðir um miðjan vetur og eins og gefur skilja fer það ekki vel

Yrsa kemur til okkar í þáttinn í dag.

Og áfram með bækur á degi bókarinnar en rithöfundarnir Gunnar Helgason og Bergrún Íris Sævarsdóttir hafa skrifað 18 smásögu-bók, LÆK, úr hugmyndum grunnskólabarna í Hafnarfirði. Stefnt er því halda stærsta útgáfuhóf landsins á Thorsplani í Hafnarfirði á síðasta vetrardegi sem sagt á morgun. Þau Gunnar og Bergrún koma til okkar á eftir og segja frá

Við höfum rætt hjólreiðar í Síðdegisútvarpinu síðustu vikur og er sumardagurinn Fyrsti framundan og því æltum við halda áfram ræða um hjólreiðar. Í dag ræðum við nokkur undarleg atriði í umferðarlögunum eins og t.d. það reiðhjól eru silgreind sem ökutæki þar á bæ. Birgir Birgisson formaður reiðhjólabænda kemur hingaði í lok þáttar.

stendur yfir stærsta netvarnaræfing heims Skjaldborg eða Locked Shields en æfingin er skipulögð af Netvarnarsetri Atlantshafsbandalagsins í Tallin. Um tuttugu manna hópur frá Íslandi tekur þátt og við ætlum heyra í Brynju Huld Óskarsdóttur sem er sérfræðingur á varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins sem stödd er ytra á þessari æfingu.

Frumflutt

23. apríl 2024

Aðgengilegt til

23. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,