Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 16. nóvember

Í vikunni var haldið heilbrigðisþing og í ár var áhersla lögð á gagna - og tæknivæðingu í heilbrigðiskerfinu. Sædís Sævarsdóttir ? varaforseti læknadeildar og verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu segir okkur betur frá þinginu en hún hélt erindi um framtíð einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu hér á landi.

Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur er verða tilbúin í áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar um Flatey. Komu skipsins verður fagnað með athöfn í Stykkishólmi á morgun. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Sæferða verður á línunni.

Ís­lenska karlalandsliðið í knattspyrnu heim­sækir Slóvakíu í undan­keppni EM í Bratislava í kvöld. Slóvakar sigruðu fyrri viðureign liðanna hér heima og á því ís­lenska liðið harma hefna. Með jafntefli eða sigri gætu Slóvakar tryggt sér sæti á EM en okkar menn eiga helst þann möguleika komast þangað í gegnum um­spil Þjóða­deildarrinar á næsta ári. Þorkell Gunnar íþróttafréttamður fer yfir málin með okkur.

Tómas R. Einarsson er einn okkar ástsælustu djasstónlistarmönnum landsins sem hefur vopnaður kontrabassa gefið okkur hér á fróni fjölmarga funheita tóna í gegnum tíðina, oftar en ekki seiðandi sveiflu frá Kúbu. hefur Tómas tyllt sér niður og krotað endurminningar sínar í bókina, Gangandi bassi - endurminningar djassmanns sem kemur út í dag. Tómas segir okkur frá bókinni.

Um sex sólarhringar eru liðnir frá því síðan meiriháttar skjálftahrina reið yfir Grindavík og nágrenni og olli verulegum skemmdum. Þá var óttast stutt væri í eldgos og Grindavíkurbær því rýmdur. Enn hefur gos ekki hafist, en það þýðir þó ekki dregið hafi úr líkum á gosi, heldur þvert á móti. Fréttamaðurinn Valur Grettisson fer yfir stöðuna á Reykjanesskaga með okkur.

Loks kemur til okkar venju, Atli Fannar Bjarkason, með meme vikunnar og spennandi sjá hvað kemur upp úr þeirri djúpu hít sem alnetið og smáforritin geyma á hverjum degi.

Um stýrið halda þau Hrafnhildur og Kristján Freyr á degi íslenskrar tungu.

Frumflutt

16. nóv. 2023

Aðgengilegt til

15. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,