Síðdegisútvarpið

Sóli Hólm um brotthvarf Klopp, safn á Siglufirði, G-vítamín, íshokkí, íbúafundir í Reykjavík og mislingar.

Fjórða árið í röð stendur Geðhjálp fyrirhinu mikilvæga átaki á þorranum sem ber yfirskriftina G-vítamín. Grímur Atlason er framkvæmdarstjóri Geðhjálpar og sagði okkur frá átakinu.

Alexandra Hafsteinsdóttir er ung kona sem brennur fyrir íshokkííþróttina en hún hefur lagt allt sitt frá tíu ára aldri til efla íþróttina hjá stelpum og eftir margra ára erfiði tókst kvennaliði SR vinna sinn fyrsta leik frá upphafi. Alexandra sagði okkur frá öskubuskuævintýri íshokkíkvenna hjá SR.

Guðrún Asp­e­lund sótt­varna­lækn­ir seg­ir það vera áhyggju­efni þátt­taka í bólu­setn­ingu gegn misl­ing­um hafi farið dvín­andi hér á landi en misl­inga­til­fell­um hef­ur fjölgað í Evrópu síðasta árið. Við heyrðum í sóttvarnarlækni um stöðu mála.

Safnasjóður úthlutaði í gær fjármunum til fjölmargra safna á Íslandi en hlutverk sjóðsins er styrkja starfsemi safna sem undir lögin falla. Anita Elefsen safnstjóri á Siglufirði og spyrja hana út í styrkinn og hvernig hann verður nýttur í safninu.

Nýr borgarstjóri lætur strax til sín taka i málefnum borgarinnar en á morgun hefst íbúafundaröð bæði í Breiðholti og Grafarvogi þar sem yfirskriftin er „Hverju vilt þú breyta í hverfinu?“ Við heyrðum í Einari Þorsteinssyni undir lok þáttar.

Jürgen Klopp lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Liverpool eftir yfirstandandi tímabil. Það er ljóst risastórt Liverpool-samfélag á Íslandi er í sárum eftir tíðindin og við fáum viðbrögð frá einum þeirra, Sólmundi Hólm.

Frumflutt

26. jan. 2024

Aðgengilegt til

25. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,