Síðdegisútvarpið

27. júní

Við­reisn hef­ur sent for­sæt­is­ráð­herra er­indi og far­ið fram á Al­þingi verði kall­að sam­an vegna Ís­lands­banka­máls­ins. Hanna Katrín Frið­riks­son þing­flokks­formað­ur Við­reisn­ar var á línunni hjá okkur.

Árni Freyr Stefánsson, skrifstofustjóri samgangna í Innviðaráðuneytinu sagði okkur frá niðurstöðum ferðavenjukönnunar sem framkvæmd var í lok árs 2022. Í könnuninni voru ferðavenjur fólks mældar fyrir alla samgöngumáta og niðurstöður teknar saman fyrir landið allt, einstaka landshluta, sveitarfélög og hverfi.

Hverfur lífsneistinn þegar við áttum okkur á við erum týnd, stödd á miðpunkti lífsins hvort sem okkur líkar betur eða verr? Þetta er inntak skáldsögunnar Miðpunktur eftir Drífu Viðarsdóttur og Ernu Rós Kristinsdóttir, en þær stöllur, sem búa sitt hvoru megin við Atlantshafið, tóku sig til í heimsfaraldri og sömdu samtímasögu um breytingaskeið karla og kvenna.

Við köfuðum í undirheima Reykjavíkur í dag, nánar tiltekið í undirheima mauranna, þegar við fengum til okkar þá Andreas Guðmundsson, nýútskrifaðan líffræðing, og Arnar Pálsson prófessor á Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Andreas hefur rannsakað maura um nokkurt skeið og þeir Arnar eru meðal vísindamanna sem rannsaka hvort hugsanlega geti leynst svokallað ofurmaurabú undir Reykjavík. Við ræddum maura, lúsmý o.fl. við þá félaga.

Von er á stórskotaliði úr alþjóðlega fræðaheiminum til landsins, þegar hinn þekkti háskóli Yale stendur fyrir alþjóðlegu námskeiði í Háskóla Íslands sem ætlað er kennurum og nemendum víðs vegar að. Á námskeiðinu verður farið í saumana á svokallaðri Life Worth Living nálgun sem er upprunnin í Yale og nýtur gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þau Ólafur Páll Jónsson prófessor í heimspeki við og María Kristín Gylfadóttir hjá ráðgjafafyrirtækinu North Consulting komu til okkar og sögðu okkur meira.

Grindhvalavaða hefur haldið til við Ólafsvík undanfarið. Nokkrum sinnum hefur hópurinn komið mjög nærri landi og verið nálægt því stranda. Björgunarsveitarfólk hefur náð stugga dýrunum frá landi, en Náttúrustofa Vesturlands biðlar til fólks á svæðinu um hafa samband ef það sér dýrin nálægt landi. Róbert Arnar Stefánsson líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands var á línunni hjá okkur og fór yfir stöðuna.

Tónlist:

FLOTT - L'amour.

PRINCE - Little Red Corvette.

Una Torfadóttir - Fyrrverandi.

JAIN - Makeba.

ADAM ANT - Goody two shoes (80).

GORILLAZ - Stylo.

STJÓRNIN - Hleypum gleðinni inn.

SIGRID - A Driver Saved My Night.

DUA LIPA - Dance The Night.

JÚNÍUS MEYVANT - Color Decay.

Frumflutt

27. júní 2023

Aðgengilegt til

26. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,