Síðdegisútvarpið

29. ágúst

Lýst var yfir óvissu­stigi Al­manna­varna vegna Skaft­ár­hlaups í morgun. Vel er fylgst með málum fyrir austan en í morgun rofnaði varn­argarður við vest­ari brúnna yfir ána í Skaft­ár­dal. Auður Guðbjörns­dótt­ir, bóndi á Búlandi við Skaftá, var á línunni hjá okkur.

Listasafn Akureyrar fagnar 30 ára afmæli í dag. VIð slógum á þráðinn norður til Hlyns Hallssonar, safnstjóra, og forvitnumst um merkilegustu verkin og merkilegustu sýningarnar á þessum þremur áratugum.

Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og Rafn Sigurðsson, BS-nemi í líffræði við Háskóla Íslands hafa í sumar ásamt öðrum rannsakað útbreiðslu og greint erfðaefni lúsmýs ásamt ávaxtaflugunni sem mörg þekkja eflaust úr ávaxtaskálum á heimilum fólks. Arnar og Rafn komu til okkar og sögðu okkur frá því hverju þeir komust í rannsóknum sínum.

Vinnufatabúðin á Laugarveginum hefur verið starfræk frá árinu 1930 og í dag er lokadagurinn. Þorgeir Daníelsson hefur staðið vaktina í áratugi og þegar Síðdegisútvarpið hafði samband við hann fyrr í dag til draga hann upp í Efstaleiti í viðtal, var það ekki séns. Það er víst brjálað gera. Við reyndum hringja í Þorgeir en það var svo mikið gera hann tók ekki símann svo við töluðum við Agnesi sem svaraði símanum í Vinnufatabúðinni þegar við hringdum.

taka upp tónlistina sína í einu sögufrægasta stúdíói Bandaríkjana, Sunset Sound, með hljóðfæraleikurum sem hafa spilað með tónlistarfólki eins og Fleetwood Mac, James Taylor, Tracy Chapman, Bee Gees ofl. Og allt saman prodúserað af David Kershenbaum, sem unnið hefur með Tracy Chapman, Bryan Adams, The Police, Duran Duran ofl er upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Þetta segir söngvarinn Arnar Jónsson á facebook síðu sinni. Hann er nýkominn heim frá Los Angeles þar sem þessi ævintýri hans áttu sér stað. Við hringdum í Arnar sem er í hljóðveri hér heima leggja lokahönd á plötu sína sem stefnt er verði tilbúin í september.

Iðnaðarsýningin 2023 fer fram í Laugardalshöllinni næstu daga. Iðnaður er mjög stór hluti hagkerfis okkar en samkvæmt hagtölum skapar hann rúmlega um fimmtung landsframleiðslunnar. Sýningin spannar hið víða svið iðnaðar hvort sem er á sviði mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna svo eitthvað nefnt. Ólafur Magnús Jóhannesson er framkvæmdarstjóri Ritsýnar sem heldur sýningina í samstarfið við Samtök iðnaðarins,og hann kom til okkar.

Frumflutt

29. ágúst 2023

Aðgengilegt til

28. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,