Síðdegisútvarpið

Blóðmerahald, vantraust á bankakerfinu og viðskiptaráðherra

Í fréttaskýringarþættinum Kveik í gær var fjallað um blóðmerahald og við ætlum fylgja umfjölluninni eftir. Ingunn Reynisdóttir dýralæknir skrifaði grein um blóðmerahaldið í janúar 2022 og nálgast m.a. blóðtökurnar, blóðmagnið og hvernig hryssurnar fara í ástand lærðs hjálparleysis þar sem þær eru bundnar á básana, lítið sem ekkert tamdar. Mikið hugrekki stíga fram sem dýralæknir og tala gegn þessum iðnaði.

Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar til ársins 2027 var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar í byrjun mánaðarins. Áætlunin er fyrsta stafræna brunavarnaáætlun landsins og markar samþykkt hennar stór tímamót í stafrænni lausn fyrir slökkviliðin. Hvað þýðir þetta nákvæmlega? Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri á Akureyri fer yfir það með okkur hér á eftir.

Könnun um traust á kerfum og stofnununum landsins var kunngerð í gær. Þar mátti meðal annars sjá bankakerfið er lægst í könnunni og hefur verið um árabil með stuttum hléum, síðan eftir bankahrunið. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, kemur til okkar og ræðir um traust á bankakerfinu.

Matarsóun er gríðarlega stórt vandamál í heiminum. Nýjustu rannsóknir sýna 160 kg fara í ruslið á hvern íbúa hér á landi. Mest fer í ruslið í frumframleiðslu og heima hjá okkur. En er eitthvað til ráða? Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari er fara halda fyrirlestur í Borgarbókasafninu Sólheimum á morgun en fyrst kemur hún til okkar og segir okkur aðeins af því hvernig við getum lagt okkar mörkum við minnka þessa sóun.

Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um rúmlega fjóra milljarða króna vegna ólöglegs samráðs við Eimskip síðasta sumar. Í síðustu viku sögðu VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda skaðann fyrir samfélagið vera 63 milljarðar, og neytendur einir hefðu orðið fyrir 26 milljarða króna skaða vegna samráðsins. Reglugerð, til þess auðvelda almenningi sækja rétt sinn vegna slíkra brota, hefur legið óhreyfð á borði viðskiptaráðherra í tíu ár. Lilja Alfreðsdóttir kemur til okkar og fræðir okkur um þessa evróputilskipun sem virðist ekki nást samstaða um.

Frumflutt

28. feb. 2024

Aðgengilegt til

27. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,