Síðdegisútvarpið

Lífið í Lúx,Rúv af auglýsingamarkaði og ný nafnskirteini

Við ætlum ræða tillögu starfshóps menningar og viðskiptaráðherra um taka RÚV af auglýsingamarkaði í þættinum í dag og heyra í Valgeiri Magnússyni starfandi stjórnarformanni auglýsingastofunnar Pipar/TBWA og spyrja hann út í hvernig fólki í auglýsingageiranum lítist á þessa tillögu.

Undanfarið hafa málefni innflytjenda verið áberandi í umræðunni og í vikunni höfum við rætt hatursorðræðu á samfélagsmiðlum. Róbert Björnsson sem búsettur er í Lúxemburg skrifaði áhugaverðan pistil sem birtist á vísi á sunnudaginn. Inntakið er reynsla af því búa í samfélagi þar sem 660 þúsund manns búa í sátt og samlyndi en fólkið sem þar býr er frá 171 þjóðríki. Við ætlum heyra í Róberti á eftir og ræða þessi mál við hann frekar.

Mikið mildi varð þegar tveir 13 ára drengir lentu í snjólflóði á skíðasvæðinu í Stafdal á laugardag björguðust en annar drengurinn var hætt kominn og undir flóðinu í um 20 mínútur eða talið er. Komið hefur í ljós hættumati fyrir skíðasvæðið hefur aldrei verið lokið en slysið hefur vakið fólk til umhugsunar um notkun á snjóflóðaýlum sem staðsetja fólk og hvort skilyrði ætti vera bera slíkann búnað þegar skíðað er utan brautar. En hvernig virka slíkar ýlur og hvenær er mikilvægt hafa slíkan búnað til taks ? Helgi Jóhannesson lögmaður hefur stundað fjallamennsku lengi og fjallaskíðun eru þar engin undantekning. Hann segir okkur allt um það.

Útgáfa á nýjum nafnskírteinum er hafin hjá Þjóðskrá Íslands. útgáfa nafnskírteina hefur verið lengi í undirbúningi, allt frá því fyrsta verkáætlun var samþykkt árið 2007 og fram til ársins 2023 þegar lög um nafnskírteini tóku gildi. Þjóðskrá ber ábyrgð á útgáfu og afhendingu skírteinanna. En hvernig koma nafnskírteini til með nýtast ? Þau Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu hjá Þjóðaskrá og Tjörvi Einarsson skilríkjasérfræðingur upplýsa okkur um það hér á eftir.

Á miðvikudögum höfum við það fyrir venju heyra í Birni Malmquist og á því verður engin undantekning en þessu sinni hittir Björn Stellu Vestmann í Brussel.

Stígur Helgason fréttamaður kemur til okkar og fer yfir helstu vendingar í stóra mansalsmálinu en grunur er um tugir manna hafi verið beittir vinnumansali í máli sem tengist meðal annars veitingastöðunum Pho Vietnam og Wok On.

Frumflutt

6. mars 2024

Aðgengilegt til

6. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,