Síðdegisútvarpið

14.nóvember

Fyrirtæki hafa í gær og í dag keppst við bjarga verðmætum frá Grindavík líkt og kom fram í hádegisfréttum í dag. Útgerðir í Grindavík eru vongóðar um bjarga hráefni og afurðum úr bænum og Orf líftækni tókst sækja verðmæt fræ sem verið er rækta í Grænu smiðjunni í Grindavík sem er nýlegt hátæknigróðurhús. Berglind Rán Ólafsdóttir er framkvæmdastýra ORF líftækni við heyrum í henni.

Líkhúsið á Akureyri er auglýst til sölu eða leigu á Akureyri.net og í Morgunblaðinu í dag. Hvers vegna er líkhúsið til sölu og er ekki lögbundið rekið líkhús í hverju bæjarfélagi? Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar verður á línunni hjá okkur á eftir.

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir í kvöld til Málþings um Offitu þar sem yfirskriftin er : Er lausnin skurðaðgerð, lyfjameðferð eða ? Meðal frummælanda er Aðalsteinn Arnarson kviðarholsskurðlæknir sem ræðir um efnaskiptaaðgerðir, Erna Gunnþórsdóttir læknir á Vogi ræðir efnaskiptaaðgerðir og fíknisjúkdóma, Erla Gerður Sveinsdóttir lýðheilsufræðingur og sérfræðilæknir við offitumeðferð spyr hvort lyfjameðferð lausnin og Sólveig Sigurðardóttir formaður samtaka fólks með offitu er með erindi sem heitir : Hvað er með þessa offitu? Og þær síðastnefndu koma til okkar Erla Gerður og Sólveig

Sextíu ár eru síðan eldgosið sem myndaði Surtsey hófst. Frá upphafi hefur vísindafólk fylgst grannt með framgangi náttúrunnar í Surtsey allt frá því fyrsta plantan nam þar land til dagsins í dag þegar fjölbreytt plöntu og dýralíf er í eynni. Í kvöld verður sýnd heimildarmynd um Surtsey á RÚV eftir Gísla Einarsson og Magnús Atla Magnússon og við setjum okkur í samband við Gísla Einarsson í Borgarnesi á eftir.

Það stendur yfir heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu og við ætlum hringja í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem fer fyrir þessu.

En við byrjum á fréttum utan úr heimi, Oddur Þórðarson fréttamaður er hingað kominn.

Frumflutt

14. nóv. 2023

Aðgengilegt til

13. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,