
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins. Þættir frá 2021.
Íslensk heimildarmynd í tveimur hlutum um lífshlaup Marteins Lúthers og helstu hugmyndir siðbótarinnar. Þann 31. október 2017 voru 500 ár frá upphafi siðbótarinnar sem hafði afgerandi áhrif á þróun kristninnar. Í þáttunum ferðast Ævar Kjartansson um slóðir Lúthers í Þýskalandi og bregður upp svipmyndum af ævi hans. Rætt verður við nokkra fræðimenn um hugmyndir Lúthers og afstöðu hans til ýmissa mála. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Heimildarþættir þar sem Halla Ólafsdóttir skoðar hvers vegna fólk flytur landshorna og heimshorna á milli - og hvað það er sem fólk kallar „heima“.
Magni og Svanhildur hafa hvert vor og haust í átján ár flutt um þrjú hundruð metra á milli húsa á Ísafirði þar sem heimili þeirra er á snjóflóðahættusvæði. Við flytjum með þeim – tvisvar. Við kynnumst Adólfi Sigurgeirssyni sem flutti til Grindavíkur eftir að hafa flúið gosið í Heimaey. Við bökum makkarónur með Vincent Cornet í Vík í Mýrdal, en íslensk náttúra er honum innblástur, og við hittum Harald Björn Halldórsson sem horfði á eftir skriðu hrifsa margra ára vinnu og heimili hans á Seyðisfirði.
Ástin er mikil ráðgáta og í þessum dönsku þáttum er gerð tilraun til að finna lykilinn að henni. Getur verið að hann sé að finna í magni persónulegra gagna? Til að sannreyna vísindin á bak við Big Data eru átta einhleypir einstaklingar paraðir saman út frá persónuupplýsingum. Mun ástin kvikna þegar fólkið fer að búa saman og kynnast nánar?
Dans- og tónverk sem er samið í rauntíma af tónskáldum, dönsurum og hljóðfæraleikurum. Þátttakendur eru listamenn frá öllum Norðurlöndunum. Verkið skiptist í ólíka kafla sem allir lýsa mismunandi bylgjuhreyfingum, en bylgjurnar sem móta verkið eru ýmist hljóðbylgjur, dansspor eða hreyfingar. Verkið var frumflutt á Listahátíð í Reykjavík 2016 í samvinnu við Borgarleikhúsið. Danshöfundar: Kasper Ravnhøj og Védís Kjartansdóttir. Tónskáld: Kjartan Ólafsson. Dagskrárgerð: Brian FitzGibbon. Framleiðsla: ErkiTónlist.
Fróðlegur og skemmtilegur þáttur um fólk sem á rætur um allan heim, en hefur af ólíkum ástæðum sest að á Íslandi. Næstum því einn af hverjum tíu íbúum Íslands er af erlendum uppruna. Sumir komu hingað af því að þá langaði til þess, aðrir áttu fáa aðra kosti. Einhverjir ætluðu bara rétt aðeins að staldra við, en ílentust óvart á lítilli eyju í norðri. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.
Á Íslandi býr fólk af um það bil 140 þjóðernum og tungumálin eru á að giska eitthvað yfir hundrað. Hér er fjallað um sambýli íslenskunnar og allra hinna tungumálanna á Íslandi í dag. Sigga heimsækir ömmu sína og fær að heyra sögu hennar. Amma hennar var flóttamaður í Þýskalandi eftir seinni heimstyrjöldina en eftir að hún réði sig sem vinnukonu í íslenskri sveit, líkt og rúmlega 300 aðrir Þjóðverjar, tók lífið nýja stefnu. Svo heyrum við sögu Davors Purusic, sem upplifði stríðið í Bosníu og er enn að glíma við eftirköstin.
Heimildamynd um tónlistarkonuna MØ. Fyrir þrem árum síðan varð lagið hennar Lean On mest streymda lag í heimi. Hún skaust upp á stjörnuhimininn og við tók nýtt líf sem poppstjarna. Þrem árum síðar er hún að ná sér niður á jörðina og undirbúa sína aðra breiðskífu.
Samantekt frá tónleikum í Hörpu árið 2023 þar sem fjórtán íslenskir kvennakórar flytja fjölbreytta tónlist. Kórarnir eru Héraðsdætur, Kvennakór Vestmannaeyja, Kvennakór Akureyrar, Jórukórinn, Kvennakór Hafnarfjarðar, Kvennakór Ísafjarðar, Kvennakór Suðurnesja, Kvennakórinn Ymur, Kvennakórinn Ljósbrá, Senjorítukórinn, Kyrjurnar, Kvennakórinn Heklurnar, Kvennakór Hornafjarðar og Kvennakór Reykjavíkur.

Loft hefur tekið jarðormana í sátt og kynnist nú ævintýralegri tilvist þeirra í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Áróra gefur Lofti plöntu og í framhaldinu ákveður Loft að safna eins mörgum plöntum og mögulegt er. Á meðan rækta Sunna og Máni sína innri listamenn með aðstoð plantna og gróðurs sem þau finna í náttúrunni.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.
Heimildarþáttaröð um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, upphafsár þess og sögu, sigra og ósigra. Liðið er eitt þeirra fremstu í heiminum og stjörnur þess með þekktustu íþróttamönnum þjóðarinnar. En leið kvennalandsliðsins á þann stað sem það er á í dag var allt annað en greið.
Þegar UEFA fjölgar liðum á EM grípa Íslendingar tækifærið og tryggja sér sæti í fyrsta sinn þegar þær skauta fram hjá Írum. Þær snúa aftur fjórum árum síðar – sterkari og með skýr markmið, þótt undir niðri kraumi spenna innan hópsins.
Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið og kynnast matarmenningu þjóðarinnar. Í þriðju þáttaröð Veislunnar leiða þeir félagar áhorfendur í ævintýraferðir um hinar ýmsu eyjar.
Hrísey er næsti áfangastaður Sverris Þórs og Gunnars Karls og þeir banka upp á hjá sveitungum í leit að hráefni fyrir veisluna. Þar er Gunnar Karl á heimavelli enda ættaður úr Eyjafirði. Saltfiskur frá fimmtu kynslóðinni, guðdómlegt krydd, 700 hænur, lögreglan í Hrísey og leynibar er bara brot af því besta sem Norðurland hefur upp á að bjóða. Já, og hver er þessi Sævar?
Fjórða og síðasta þáttaröðin um ítölsku vinkonurnar Elenu og Lilu. Þættirnir eru byggðir á Napólí-sögum rithöfundarins Elenu Ferrante, sem farið hafa sigurför um heiminn. Vinkonurnar eru á fullorðinsaldri og lifa ólíku lífi en vináttan heldur enn. Aðalhlutverk: Alba Rohrwacher, Irene Maiorino og Fabrizio Gifuni. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Íslensk bíómynd frá 2021. Saga vaknar á Klambratúni eftir heiftarlegt flogakast og man lítið sem ekkert hvað gerðist í aðdraganda þess. Í kjölfarið fara minningar sem Saga bældi niður sem barn að koma upp á yfirborðið og þar á meðal ógnvænlegt leyndarmál sem fjölskyldu hennar hafði tekist að þegja í hel. Leikstjórn og handrit: Tinna Hrafnsdóttir. Aðalhlutverk: Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðarson.