
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Sumarið 2013 réðust íbúar Vestmannaeyja og Hornafjarðar í umfangsmiklar framkvæmdir í samstarfi við færustu hönnuði landsins. Þeir máluðu, smíðuðu og gerðu upp gömul hús og gáfu ný hlutverk. Umsjónarmaður: Guðrún Dís Emilsdóttir. Handrit og stjórn framleiðslu: Þórhallur Gunnarsson. Dagskrárgerð: Sigurður R. Jakobsson.
Ferðaþættir þar sem leikarinn Örn Árnason bregður sér í hlutverk leiðsögumanns og ferðast um áhugaverða staði við þjóðveginn eða örskammt frá. Frikki Frikk, tökumaður og ljósmyndari, er fylgdarsveinn Arnar í þessum ferðum og saman sýna þeir fram á að stundum er óþarfi að leita langt yfir skammt. Léttir þættir þar sem fjallað er um náttúru, sögu og menningu.
Í þættinum förum við frá Ólafsvík að Svörtuloftum. Við skoðum fallega fjárrétt í Ólafsvík, heimsækjum Svöðufoss, aftökustað Björns ríka, Skálasnaga og Snæfellsjökul.
Heimildarþættir um unglingamenningu á Íslandi í gegnum tíðina. Hver þáttur spannar einn áratug og eru unglingsárin krufin í gegnum viðtöl við þjóðþekkta Íslendinga. Leikstjórn: Björn B. Björnsson. Framleiðsla: Reykjavík Films.
Í þriðja þætti er fjallað um áratuginn 1970-1980 og tekin viðtöl við Hallgrím Helgason, Hildi Helgu Sigurðardóttur, Hjörleif Hjartarson, Hlín Agnarsdóttur og Óskar Magnússon um unglingsárin.
Veiðiþættir í umsjá bræðranna Gunnars og Ásmundar Helgasona. Í þáttunum fara þeir á ýmsa veiðistaði, fá aðstoð sérfræðinga og heimafólks og veiða meðal annars ísaldarrurriða á flugu, þorsk af kajak, lax á Vesturlandi, silung á fjöllum og hákarl úr fjöru. Þeir elda allt sem þeir veiða, þó við misjafnar aðstæður og með misjöfnum árangri. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Bræðurnir kunna nú heldur betur að veiða lax og þurfa því engar ráðleggingar frá öðrum í þetta sinn - eða hvað? Nokkrar valinkunnar laxveiðiár eru heimsóttar og inni á milli fluguveiðinnar skjótast þeir í Þjórsá til að kynna sér þá aldagömlu veiðiaðferð að leggja net.
Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið og kynnast matarmenningu þjóðarinnar. Í þriðju þáttaröð Veislunnar leiða þeir félagar áhorfendur í ævintýraferðir um hinar ýmsu eyjar.
Það þekkja ef til vill færri hina Flateyna, Flatey á Skjálfanda, sem er næsti áfangastaður Sverris Þórs og Gunnars Karls. Veðrið leikur við þá félaga á leiðinni og þeir hlaða í matarkistuna sína fyrir veislu í stórbrotinni náttúrufegurðinni fyrir norðan.

Húsálfurinn Bolli, sem býr á skrifborði hins 11 ára gamla Bjarma, fær óvæntan herbergisfélaga þegar skólaálfurinn Bjalla smyglar sér heim í pennaveskinu. Bolli og Bjalla ákveða að búa til skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar. Í þættinum eru það krakkarnir sem slá í gegn, hvort sem það er í spurningakeppninni Frímó, við bakstur eða með ofursvala bílskúrsbandinu Stundin rokkar.
Í þessum þætti verður Bolli fyrir aðkasti á netinu og bregst við með því að setja brandara á netið sem eru á kostnað annarra álfa. Liðin FH og Skagamenn mætast í Frímó og í Matargat halda Ylfa og Máni upp á 12 ára afmælið hennar Ylfu með því að baka skúffuköku.
Kristín og Arnór kynnast dularfullri stelpu sem grunar sögukennarann um eitthvað skuggalegt. Hvað ætli sé í gangi hjá honum Sigurjóni sögukennara?
Leikarar: Kristín Erla Pétursdóttir, Arnór Orri Atlason, Arnþrúður Karen Viktorsdóttir, Agnes Wild og Karl Pálsson
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Elvar Egilsson
Addú, Kristín, Arnór og Amma elta Sigurjón sögukennara og finna hann í skólanum hennar Addú. En fljótlega lenda þau í miklum vandræðum.
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Krakkarnir semja sitt eigið lag. Við fræðumst um alls konar tegundir af rokki og Móri gítarleikari segir okkur frá því hvernig hann lærir á gítar. Hljómsveitarmeðlimir: Elísabet Hauksdóttir, Ragnheiður Helga Víkingsdóttir, Matthías Kristjánsson og Markús Móri Emilsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Krakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Ásta Lilja og Ronja sýna nokkrar jógaæfingar sem krakkar geta gert heima.
Umsjón: Ásta Lilja Víðisdóttir og Ronja Eyglóar-Konráðsdóttir.
Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2017-2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vilhjálmur Siggeirsson.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Svíþjóðar og Þýskalands á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Íslensk stuttmynd, byggð á samnefndu ljóði eftir Halldór Laxness Halldórsson, um Aron, sem er á fimmtugsaldri, og hvernig hann tekst á við erfiða lífsreynslu með því að máta sig við staðalímyndir og karlmannlegar klisjur. Myndin hlaut Edduverðlaun árið 2019 sem besta stuttmynd ársins. Leikstjóri: Magnús Leifsson. Meðal leikara eru Sveinn Ólafur Gunnarsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson, Kjartan Bjargmundsson og Dóra Jóhannsdóttir.

Bandarísk söngvamynd frá 2007 með tónlist eftir Bítlana. Myndin gerist á sjöunda áratugnum og segir frá Jude, ungum manni frá Liverpool sem fer til Bandaríkjanna í leit að föður sínum. Ferðin reynist upphafið að heilmiklu ævintýri þar sem bylting, Víetnamstríðið og ástin koma við sögu. Leikstjóri: Julie Taymor. Aðalhlutverk: Jim Sturgess, Evan Rachel Wood og Joe Anderson. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Breskir spennuþættir frá 2023 í leikstjórn Dries Vos. Ung hjón flytja í nýtt og glæsilegt hverfi og horfa björtum augum til framtíðar. Fljótlega eftir flutninginn vingast þau við nágrannahjón sín en sá vinskapur á eftir að snúa ástarlífi unga parsins á hvolf og draga ófyrirséðan dilk á eftir sér. Þættirnir eru byggðir á hollensku sjónvarpsþáttaröðinni New Neighbours. Aðalhlutverk: Sam Heughan, Eleanor Tomlinson og Jessica De Gouw. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Póllands og Danmerkur á EM kvenna í fótbolta.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leikjum Svíþjóðar og Þýskalands og Póllands og Danmerkur á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.