Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Við ræðum í þætti kvöldsins mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin fyrir helgi og framseld til Noregs þar sem hún hefur verið ákærð fyrir barnsrán. Edda fór í óleyfi með syni sína frá Noregi, þar sem þeir bjuggu hjá íslenskum föður sem fór einn með forræði yfir þeim eftir að Edda braut gegn umgengnissamningi. Við tölum við Þyrí Steingrímsdóttir lögmann um málið og önnur sambærileg.
Fyrir sex árum kom Hassan Shahin til Íslands staðráðinn í að skapa sér betra líf. Það hefur hann svo sannarlega náð að gera enda unnið hörðum höndum að því að koma sér inn í samfélagið. Við heyrðum sögu hans.
Unglingsstúlkur í uppnámi við opnun tískuverslunar í Kringlunni, múgæslingur í Krónunni þegar nýtt snyrtivörumerki var sett í sölu - þetta eru raunverulegar fyrirsagnir úr nýlegum fréttum af fyrirbæri sem við ræðum við þau Álfgrím Aðalsteinsson, sviðslistanema og samfélagsmiðlastjörnu og Nínu Richter blaðamann.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum þar sem rætt er um ofbeldisglæpi og aðstöðu í fangelsum við þá Runólf Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjón og Pál Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunnar. Þá er rætt við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands um COP28 ráðstefnuna. Ennfremur ræða loftslagsmálin þau Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum Iðnaðarins og Tinna Hallgrímsdóttir loftslagssérfræðingur.
Gettu betur hóf göngu sína 1986 en Hljóðneminn, sem keppt er um, kom til sögunnar árið eftir. Frá 1991 hefur þátturinn verið með því sniði sem hann er nú.
Spyrill er Edda Hermannsdóttir, spurningahöfundur og dómari er Örn Úlfar Sævarsson, stigavörður er Marteinn Sindri Jónsson, Helgi Jóhannesson stjórnar útsendingu og umsjónarmaður er Andrés Indriðason.
Spurningakeppni framhaldsskólanema í beinni útsendingu. Spyrill er Edda Hermannsdóttir, spurningahöfundur og dómari er Örn Úlfar Sævarsson, stigavörður er Marteinn Sindri Jónsson, Helgi Jóhannesson stjórnar útsendingu og umsjónarmaður er Andrés Indriðason.
Þættir frá 2016 þar sem litið er um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
Litið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, gera góðverk og óvart skemmdarverk. Þau leysa ráðgátu um grunsamlegan nágranna og hjálpa hælisleitendum á flótta, leita aðstoðar spákonu sem á kristalskúlu, fást við nágranna sem á snák og eltast við jólasvein sem dúkkar upp á ólíklegustu stöðum. Leikstjórn: Silja Hauksdóttir og ILmur Kristjánsdóttir. Meðal leikenda eru: Kría Burgess, Gunnar Erik Snorrason, Birta Hall, Ægir Chang Hlésson, Hilmir Snær Guðnason, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirssdóttir, Jörundur Ragnarsson og Harpa Arnardóttir.
Ógnvænleg öskur heyrast frá íbúð Ketils og skringilegur gjörningur hans á jólatónleikum Vox Happiness vekur áleitnar spurningar hjá krökkunum.
Danskt jóladagatal um hina 13 ára Sofie sem á sér þann draum heitastan að sameina fjölskyldu sína um jólin, en foreldrar hennar höfðu skilið nokkru áður. Með aðstoð tímavélar ferðast Sofie aftur í tímann þar sem hún ætlar að hafa áhrif á örlagavefinn, en þegar þangað er komið mætir hún óvæntum hindrunum. Aðalhlutverk: Bebiane Ivalo Kreutzmann og Hannibal Harbo Rasmussen.
Beinar útsendingar frá Þjóðadeild kvenna í fótbolta.
Bein útsending frá leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeild kvenna í fótbolta.