Síðdegisútvarpið

24. ágúst

Í næstu viku fer fram þriggja daga námskeið um samþætta skaðaminnkandi meðferð sem er hugmyndafræði í meðhöndlun á fíkn og áhættuhegðun. Þjálfuninni stýrir Dr. Tatarsky sem er á viðburði námskeiðsins er lýst sem leiðandi afli í þeirri hreyfingu og nýju hugsun sem skapast hefur í kringum skaðaminnkandi meðferð. Matthildur, samtök um skaðaminnkun, og Heilshugar standa fyrir námskeiðinu. Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun kíkja til okkar og segja frá dagskránni sem fer fram á Reykjavik Natura

Eftir viku verður frumsýnt í Tjarnarbíói nýtt íslensk leikverk sem heitir Sund og fjallar um fyrirbæri sem Íslendingar elska sérstaklega mikið, nefnilega sundlaugarnar. Túristar í sundi, slúður í heitapottinum, handklæði á bakkanum og ýmislegt fleira verður tekið fyrir í verkinu sem er eftir Birni Jón Sigurðsson leikstjóra og rithöfund. Hann kíkir til okkar og segir okkur frá.

Óður til hávaða//Ljósið og ruslið er yfirskrift stórtónleika sem fram fara annað kvöld í Salnum tónlistarhúsi. Á tónleikunum gefur líta frumsýningu á tónlistarkvikmynd eftir Úlf Eldjárn og Patrik Ontkovic sem er nokkurskonar lofgjörð til Hamraborgarinnar. Einnig sjá marglaga svið- og tónverk Benedikts Hermann Hermannssonar og Ásrúnar Magnúsdóttur sem nefnist Ljósið og Ruslið verður flutt af kröftugum kvennakór og hljómsveit. Beneditkt Hermann, eða Benni Hemm Hemm lítur til okkar ásamt Ásrúnu Magnúsdóttur og Ragnheiði Maísól.

Atli Fannar Bjarkason mætir til okkar með sinn vikulega lið, MEME vikunnar.

Áttunda árið í röð bjóða RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á tónlistarveislu í beinni útsendingu frá Hörpu þar sem landsmönnum gefst kostur á hafa áhrif á efnisskrána. þessu sinni er vinsæl tónlist úr kvikmyndum í aðalhlutverki. Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir segja okkur nánar frá þessu.

Það var í október árið 1987 sem kýrin Harpa vann frækilegt afrek þegar henni tókst flýja slátrararann sem ætlaði ráða hana af dögum og æða til hafs. Hún synti frá Flateyri yfir Önundarfjörð og var leidd í fjóss á Kirkjubóli í Valþjófsdal þar sem hún lifði alsæl í nokkur ár til viðbótar. Síðan þá hafa vaskir sundgarpar leikið þetta eftir og heiðrað minningu Hörpu, sem síðar fékk nafnið Sæunn, með því synda svokallað Sæunnarsund. Þau munu stinga sér til sunds á laugardaginn. Bryndís Sigurðardóttir verður á línunni og segir okkur frá kúnni og sundinu mikla.

Frumflutt

24. ágúst 2023

Aðgengilegt til

23. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,