Síðdegisútvarpið

Eldfim umræða, menningarstríð og framtíð Rokksafns Íslands

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur til okkar en hann skrifaði kraftmikla grein sem birtist á Vísir í dag og bar yfirskriftina: Við eða þau. Greinin kemur inn í afar harkalega útlendingaumræðu sem tengist hluta úrslitum Eurovision um helgina en Bubbi Morthens lýsti þessu öllu saman sem púðurtunnu.

Menningarstríðin eru víða, þau snúast líka um innihald og meint innihaldsleysi þegar kemur tónlistarsköpun. Menningarvitinn Davíð Roach Gunnarsson vakti mikið umtal um helgina þegar hann gagnrýndi nútíma-hnakkamenningu í formi Pretty Boj Tjokko.

Framtíð Rokksafns Íslands er í skoðun en meiri­hluti bæj­ar­ráðs Reykjanesbæjar samþykkti í síðustu viku, gegn at­kvæði bæj­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, til­lögu um flytja bóka­safn Reykja­nes­bæj­ar í Hljóma­höll þar sem Rokksafn Íslands er staðsett. Bæj­ar­stjórn tek­ur málið fyr­ir á morg­un og við ætlum heyra í Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og frekari skýringar á þessu.

Gervigreindin er ekki bara gagnleg á internetinu, hún gæti nýst með margvíslegum hætti í stjórnmálum. Nýjasta dæmið eru myndir af Donald Trump, þar sem sjá frambjóðandann í hópi þeldökkra kjósenda sem virðast sáttir við sinn mann. Í ljós kom ekki var allt sem sýndist.

Þeir Akureyringar sem héldu til Króatíu á dögunum til taka þátt í Evrópumeistaramótinu í bogfimi stóðu sem með prýði og komu heim með ein bronsverðlaun og voru ekki langt frá því tryggja sér tvö bronsverðlaun til viðbótar, í báðum tilfellum gegn Serbíu í meistaraflokki karla og kvenna. Við ætlum heyra í bronsverðlaunahafanum henni Önnu Maríu Alfreðsdóttur og ræða við hana um mótið og spyrja hana útí bogfimisportið.

Frumflutt

4. mars 2024

Aðgengilegt til

4. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,