Síðdegisútvarpið

9.nóvember

Einn af hverjum 25 íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Með því finna þessa breytileika og upplýsa viðkomandi einstaklinga svo þeir geti leitað sér lækninga auka lífslíkur til muna. Fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar hefst í dag klukkan 17 í húsnæði þeirra á Sturlugötu 8. Þar mun Kári Stefánsson forstjóri ÍE greina frá niðurstöðum erfðafræðirannsóknarinnar í íslensku þjóðinni og tengslum þeirra við

ævilengd og auk þess munu aðrir halda þarna erindi tengt þessu efni. Við heyrum í Kára eftir smá stund.

Nánast sama dag og breski herinn hernam Ísland þann 10. mai 1940 kviknuðu miklar áhyggjur af samgangi ungra íslenskra kvenna og hermannanna. Þær snéru einkum ósæmilegri hegðan stúlknanna sem margir töldu ógnaði íslenskir menningu og þjóðerni. Í nýrri bók Báru Baldursdóttur sagnfræðings er sagt frá þessum örlagatíma í sögu þjóðarinnar. Bára kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

Við ætlum hringja norður á Akureyri og heyra í Hildi Eir Bolladóttur sóknarpresti hjá Akureyrarkirkju en á sunnudaginn er feðradagurinn og af því tilefni verður feðradagsmessa í Akureyrarkirkju, meira um það á eftir.

Eins og alltaf á fimmtudögum þá skellum við okkur í MEME vikunnar en umsjónarmaður þess er okkar eini sanni Atli Fannar Bjarkason.

Sýningar eru hafnar á nýju íslensku barnaleikriti í Sláturhúsinu á Egilsstöðum en leikritið heitir Hollvættir og er eftir Þór Tulinius leikara og leikstjóra. Þór kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessu verki auk Sævars Sigurgeirssonar sem er höfundur söngtexta í sýningunni.

Grindvíkingar sváfu lítið síðastliðna nótt. Öflugasti skjálftinn í hrinunni sem hófst fyrir hálfum mánuði á Reykjanesskaga varð rétt fyrir klukkan eitt og mældist 4,8. Engin merki eru um kvika færist nær yfirborði en ákveðið hefur verið loka Bláa lóninu í viku. Margir íbúar svæðisins eru orðnir langþreyttir á skjálftunum auk þess sem einhverjir eru óttaslegnir. Við ræddum við Pál Val Björnsson íbúa í Grindavík fyrr í vikunni sem sagði skjálftarnir og óvissan tæki á en auk þess það hlusta á hina og þessa sérfræðinga og vísindamenn tjá sig um stöðu mála og mismunandi sviðsmyndir í fjölmiðlum. Á línunni hjá okkur er Víðir Reynisson.

Frumflutt

9. nóv. 2023

Aðgengilegt til

8. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,