Síðdegisútvarpið

1. ágúst.

Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir og Hulda G. Geirsdóttir.

Næstu dagar eru undirlagðir af hátíðahöldum um allt land sem hápunkti um komandi verslunarmannahelgi. Ein þessara hátíða eru Berjadagar á Ólafsfirði, tónlistarhátíð sem er kannski ólík mörgum öðrum þessa helgi enda snýst hún ekki um popptónlist, heldur klassíska tónlist. Ólöf Sigursveinsdóttir heldur um alla þræði og hún kom til okkar, ásamt Agnesi Eyju Gunnarsdóttur fiðluleikara, og sagði okkur betur frá.

Valdimar Sverrisson tekst á við lífið með húmorinn vopni þrátt fyrir ýmsar stórar áskoranir. Hann fékk heilaæxli og missti sjónina í kjölfar aðgerðar þar sem æxlið var fjarlægt og í framhaldinu dvaldi hann á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann ákvað láta gamlan draum um gerast uppistandari rætast. Og ætlar hann, öðru sinni, standa fyrir uppistands sýningu til styrktar Grensásdeild. Valdimar kíkti til okkar í spjall.

Og svo var það Helgi, Verslunarmannahelgi, Björnsson, hinn eini sanni sem leit við hjá okkur, en hann verður sjálfsögðu í gírnum um komandi helgi og ætlar skemmta landsmönnum, og jafnvel heimsbyggðinni. Helgi festi streymistónleika rækilega í sessi í heimsfaraldrinum og ætlar hann enn og aftur telja í.

Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður settist hjá okkur og fór yfir stöðuna á HM kvenna þegar styttist í riðlakeppni ljúki. Hvaða lið eru komin áfram og hvað hefur komið á óvart?

En við byrjuðum á því fjalla um stöðu arnarstofnsins á Íslandi sem mun vera góð og stofninn ekki stærri í langan tíma. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun settist hjá okkur og fræddi okkur um erni á Íslandi.

Tónlist:

Eagles - How Long.

Jennifer Lopes - If You Had My Love.

Birkir Blær - Thinking Bout You.

Gossip - Heavy Cross.

Sléttuúlfarnir - Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá.

Stjórnin - Stjórnlaus.

Elvis Presley - A Little Less Conversation.

Janelle Monae - Make Me Feel.

Quarashi - Mess It Up.

Árstíðir - Let's Pretend.

Helgi Björnsson - Besta útgáfan af mér.

U2 - Where the streets have no name.

Frumflutt

1. ágúst 2023

Aðgengilegt til

31. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,