Síðdegisútvarpið

8.september

Það bárust fréttir af því í dag uppi væru hugmyndir koma fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík. Í nýrri skýrslu sem stafshópur undir stjórn Rebekku Guðmundsdóttur borgarhönnuðar er einnig talað um sjávarsundlaug, hugleiðsluhús, sjónauka fyrir selaskoðun og fljótandi gufubað í Nauthólsvík. Við heyrum af þessum hugmyndum og hringjum í Rebekku í þættinum

Atli Freyr Guðmundsson mætir vopnaður í Síðdegisútvarpið og segir okkur frá Reykjavík Hema klúbbnum sem tileinkaður er miðaldarskilmingum. Á morgun mun klúbburinn kynna starfsemi sína á Midgard 2023.

Karlalandslið Íslands í fótbolta mætir Lúxemborg ytra í kvöld í undankeppninni fyrir EM 2024. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fjórar umferðir en ætlar sækja sigur í kvöld. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður kemur til okkar í lok þáttar og gefur okkur aðeins innsýn í það sem koma skal.

Vinsælasta kvikmynd landsins um þessar mundir er Kuldi. Myndin er gerð eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fer einn af okkar heimsfrægustu leikurum, Jóhannes Haukur. 15 ára dóttir Jóhannesar, Ólöf Halla Jóhannesdóttir leikur einnig í myndinni, þau feðginin koma til okkar á eftir og mætast í spurningakeppni

Ofurtöffarinn, hetjan, útvarpsmaðurinn en fyrst og fremst tónlistarmaðurinn Rúnar Þór er verða 70ára gamall! Hann kemur til okkar á eftir og við förum yfir farinn veg með honum.

stend­ur yfir Evr­ópu­mót iðn-, verk- og tækni­greina, Eurosk­ills, í Gdansk í Póllandi. Á síðasta Evr­ópu­móti, sem fram fór í Búdapest í Ung­verjalandi, vann Ísland til silf­ur­verðlauna í raf­einda­virkj­un. Sig­urður Borg­ar Ólafs­son er liðsstjóri Íslands við heyrum í honum frá Póllandi.

Frumflutt

8. sept. 2023

Aðgengilegt til

7. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,