Síðdegisútvarpið

21. september

Júlía Margrét Einarsdóttir og Atli Fannar Bjarkason stýra þættinum.

Pabbastrákar er nýtt íslenskt gamanleikrit þar sem nostalgía sígildra sólarlandaferða Íslendinga er sett á svið. Á bak við verkið standa þeir Hákon Örn Helgason, sem er Háið í grínhópnum VHS og Helgi Grímur Hermannsson sem er einn höfunda How to Make Love to a Man. Drengirnir eru frumsýna verkið í kvöld en gáfu sér tíma til kíkja til okkar.

Bakslagið í hinsegin baráttunni hefur verið mikið í umræðu síðustu vikur, ekki síst gagnvart trans fólki. Samtökin 78 hafa verið sökuð um vera með óviðeigandi kynfræðslu í grunnskólum og umræðan hefur einkennst af mikilli heift. Okkur hlýnaði nokkuð um hjartað lesaá Facebook fallega frásögn frá Tjörva Ólafssyni sem er faðir ellefu ára trans drengs sem heitir Kaiden Ingvar. Hann sagði það hafi verið visst áfall fyrir sig sem miðaldra pabba fregnirnar en þau hjónin, Tjörvi Ólafsson og Anna Margrét Bjarnadóttir leituðu til Samtakanna 78 og fengu ómetanlega fræðslu og aðstoð. Fjölskyldan er búsett í Bandaríkjunum en þau eru á línunni og eru tilbúin segja okkur frá sinni reynslu.

Af hverju heitir Draumaprinsinn sem Ragga Gísla söng um stundum Benóný og stundum Benjamín. Héraðsskjalavörður austur á landi hefur ráðið gátuna og þar kemur sjálf Biblían við sögu. Við heyrum í Stefáni Boga Sveinssyni og fáum nánari útskýringar.

Meme vikunnar verður sjálfsögðu á sínum stað.

Og meira leikhús því á laugardaginn verður frumsýnt þriðja verkið í hinum svokallaða Mayenburg þríleik í Þjóðleikhúsinu er það hið virta leikskáld sjálft, Marius von Mayenburg, sem leikstýrir. Verkið nefnist Ekki málið og fer stórleikkonan Ilmur Kristjánsdóttir þar með aðalhlutverk. Hún er mætt til okkar.

Frumflutt

21. sept. 2023

Aðgengilegt til

20. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,