Síðdegisútvarpið

24. október

Sjálf viðburðarstýra kvennaverkfallsins, Inga Auðbjörg Straumland verður á línunni á eftir. Munum við heyra í henni um hvernig verkfallið hefur gengið fyrir sig í dag. Engar áhyggjur hlustendur góðir, við fengum formlegt leifi frá henni sjálfri á föstudaginn var.

Í byrjun síðustu aldar tók þjóðin ástfóstri við bílinn, þetta einstaka samgöngutæki sem greiddi götu og létti störf, auk þess opna landið og veita ferðafrelsi. Bíllinn átti stóran þátt í mótun þéttbýlis á Íslandi og hefur haldið hjólum atvinnulífsins gangandi í meira en öld. Um þetta fjallar ljósmyndabókin Bílar í lífi þjóðar sem hefur geyma hátt í 900 myndir sem margar hverjar hafa hvergi sést áður. Örn Sigurðsson er höfundur bókarinnar, hann kemur á eftir.

Forsvarsmenn listasafnsins Ars Longa á Djúpavogi leita fjármagns til bæta Vogshús og ríkir bjartsýni á það muni ganga eftir.En heimastjórn Djúpavogs sendi forsvarsmönnum safnsins bréf fyrir nokkru þar sem kallað er eftir endurbótum á húsinu. Einn af forsvarsmönnunum er listamaðurinn Sigurður Guðmundsson sem verður á línunni frá Djúpavogi og segir okkur meðal annars frá mikilvægi húsins.

Frumflutt

24. okt. 2023

Aðgengilegt til

23. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,