Síðdegisútvarpið

5. desember

Niðurstöður PISA-könnunar á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði voru birtar í morgun. Árangur íslenskra nemenda er undir meðallagi OECD og Norðurlandanna í öllum þáttum og fer versnandi. Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla kemur til okkar og við fáum viðbrögð við þessum niðurstöðum.

Bíldælingar og aðrir íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum gleðjast þessa dagana enda glittir í langþráðar vegaumbætur og vegur um Teigsskóg var opnaður á fullveldisdaginn. En hverjar eru helstu breytingarnar sem vestfirðingar finna á eigin skinni? Við sláum á þráðinn til Gísla Ægis Ágústssonar, veitingamanns í eiginlegri félagsmiðstöð þeirra Bíldælinga, Vegamótum.

Mikil vakning hefur orðið meðal kvenna hér á landi í bridds og þær sækja nýliðanámskeið eins og enginn morgundagurinn. En hvað veldur ? Við fáum til okkar Önnu Guðlaugu Nielsen landsliðskonu í bridds og fyrrverandi íslandsmeistara og Björn Þorláksson íslandsmeistara og upplýsingafulltrúa briddssambandsins.

Við ætlum kynna okkur efni Kveiksþáttar kvöldsins - þau koma til okkar Ingólfur Bjarni Sigfússon og Kristín Sigurðardóttir fréttamenn um umsjónarmenn þáttarins og segja okkur frá

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur lokaleik sinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld er liðið mætir Danmörku í Viborg en Danir unnu fyrri leikinn 1-0. Edda Sif Pálsdóttir er i Danmörku og við heyrum í henni undir lok þáttar.

Björgvin Franz Gíslason var senda frá sér jólalag sem heitir ?Um Þessi Jól? við texta eftir Karl Ágúst Úlfsson. Lagið jallar um þann mikla söknuð og tóm hafa ekki eitt mesta jólabarn allra tíma Gísla Rúnar Jónsson, föður Björgvins, hjá fjölskyldunni um jólin. Lagið var upphaflega hugsað sem jólagjöf til fjölskyldunnar en Björgvin ákvað deila því með okkur hinum og vonar margir sem hafa misst einhvern nákominn um jól geti tengt við lagið. Björgvin Franz kemur til okkar í jólaspjall

Frumflutt

5. des. 2023

Aðgengilegt til

4. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,